Ég er komin með ógeð af sælgæti !
Þegar kemur að hleðslu, svona eins og í gær, þá langar mig í allan heiminn !
Þetta nammi og svona snakk og……og…….. !
Í gær vorum við synirnir í borginni. Þurftum að flækjast á hina ýmsu staði, þar á meðal Kost (keypti þar 2 snakkpoka, súkkulaðirúsínukassa, stórann lakkrísreimapoka og Lindu buff sem var þó í eðlilegri stærð.)
Kringluna (fór þar í nammilandið í Hagkaup og ég held að pokinn hafi
verið rétt undir kílói !)
Frestaði hleðslunni um 2 tíma, kl 18 takk fyrir kærlega, þegar þeir voru búnir að skjóta af boga í Bogfimisetrinu, þá gleypti ég Lindu buffið næstum í einum bita. Og já……..betra að hafa nammipokann nálægt.
Fórum svo á American Style og þar fékk ég mér þennan eðal borgara:
Þessi var rooooooosalega góður, ég er ekki mikil bbq manneskja en þessi kom skemmtilega á óvart. Ég myndi sýna ykkur mynd af diskinum……en græðgin var svakaleg, plús það að síminn minn var of batteríslítill til að meika myndavélina.
Þegar stælnum var lokið, þá var haldið heim á leið, og á brautinni (búum ss í Njarðvík) var nammipokinn opnaður og ég datt aðeins ofan í hann.
Þegar við komum heim var eiginmaðurinn ekki farinn að vinna þannig að hann stakk sér líka í nammipokann, ég fékk mér smá meira og svo stundi ég bara: Helltu úr pokanum í skál fyrir strákana…….og þeir hæstánægðir með þessa gjafmildi mömmu sinnar.
Opnaði annan snakkpokann, sem á þeim tíma sem ég las utan á hann, hljómaði rosalega girnilega. Málið er nefnilega, að stundum er til í Kosti risa popppoki sem heitir Kettle corn…..það er með söltu og sætu bragði og mér finnst það svaaaaakalega gott. Poppið var ekki til, annars hefði ég keypt það, EN þarna var snakkpoki sem stóð á Salty and sweet, og ég hugsaði vá, þetta getur ekki klikkað.
Shit hvað þetta voru slæm kaup !! Mér fannst snakkið hroðbjóður !
Borðaði nú samt nokkrar (kannski 10 flögur) til að vera viss og svo bara lagði ég hann frá mér. Þetta var EKKI að gera sig. Þessum poka var hent.
Þá opnaði ég lakkrísreimarnar…….fékk mér 2 reimar.
Í pokanum úr Kosti er ss ennþá óopnaður snakkpoki, heill kassi af súkkulaðirúsínum og opinn lakkrísreimapoki…..
Á þessum tímapunkti var farið að flæða útum eyrun á mér af viðbjóði og ég gat ekki meir.
Þetta var ss um kl 2130 í gærkvöldi.
Of stutt hleðsla, eða of mikil græðgi og ógeðis……uuggghhhhh.
Gleymdi meira að segja að fá mér prótein fyrir svefninn, en fékk mér þó magnecium útí vatn og ég drakk 3 og ½ líter af vatni í gær.
Ég held ég sé búin að segja frá upphafi að næsta hleðsla verði ekki útötuð í sælgæti, en held ég geti sagt með vissu að sú næsta verður það ekki. Við hjónin erum að fara í afmæli næsta laugardag og þá verður sko hlaðið með mat……..og vökvinn verður ekki vatn ;)
Þar til næst :)