Ég virðist ætla að vera eitthvað jójó á vigtinni…….er í dag 200 gr þyngri en í síðustu viku. Hef ekki drukkið undir 3 lítrum á dag, yfirleitt nær og jafnvel yfir 4 lítrum….hef ekki borðað neitt skyr þessa vikuna og enga gríska jógúrt. Meltingarskilin hafa heldur ekki verið regluleg, þrátt fyrir trefjatöflur tvisvar á dag og eplaedik á morgnana.
Fékk þau ráð að hætta að taka magnecium með calcium og taka frekar magnecium citrat í duftformi. Þannig að næsta vika fer í þá tilraunastarfsemi og sjá hverju það skilar :)
Það er vont að vera með svona ristilsvesen :/
Eiginmaðurinn fór niður um 1,7 kíló…..en hann svindlaði líka og fékk upp og niðurgangspest í vikunni ;)
Njótið hleðslunnar :)