Þetta spænist áfram…..helgin er varla búin þá er næsta hinum megin við hornið !
Hvernig gengur þér með markmiðin þín fyrir meistaramánuð ? Mér gengur ágætlega, er búin að halda svefnrútínunni þegar ég hef getað, náð amk 7 tímum þegar ég er ekki í vinnusyrpu, og alltaf náð vel yfir þeim vatnsskammti sem ég einsetti mér að drekka á hverjum degi, prik fyrir mig þar :)
Er aðeins búin að lesa líka……..ekki búin með jólagjöf frænda míns og /&#)& forstofuskápurinn er ennþá í rúst. EN mánuðurinn er ekki búinn :)
Ég drakk 3,5 lítra af vatni í dag.
Næturvaktin
2 x kaffi með kaffirjóma
Klukkan 0230
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati
Klukkan 0545
Harðfiskur með smjöri
Svefn frá 0900-1230
Klukkan 1315
Bulletproof kaffi
Klukkan 1500
Nectar prótein með rjóma
Klukkan 1845
Afgangur af fiskréttinum frá í gærkvöldi + ruccola með EVOO (extra virgin olive oil)
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit
Klukkan 2200
Magnecium citrate fyrir vinnu
Hæ hæ!
Mig langar til að spyrja þig út í hvernig þú blandar Nectarpróteinið þitt og rjómann. Hvernig eru hlutföllin? :)
Líkar viðLíkar við
Hæ ! :)
Ég set ½ mæliskeið (10-15 gr) nectar útí ca 150 ml af vatni…..hristi það vel saman og set svo dash af rjóma útí…..ca 1 msk kannski. Set líka stundum MCT olíu útí :)
Líkar viðLíkar við