Stundum væri ég svo til í að borða það sem er í matinn í mötuneytinu. Eins og núna í kvöld þá voru kjötbollur sem eru eitt af mínum uppáhalds…..svona steiktar kjötfarsbollur. En þá er bara að taka með sér nesti ;) Á morgun á að vera saltkjöt ! Það er annað uppáhald :)
Næturvakt
Kaffi með rjóma
Klukkan 0130
Ruccola salat með evoo og sjávarsalti, 2 soft soðin egg og 1 pepperoniputti.
Klukkan 0700
Nectar prótein (gleymdi rjómanum heima)
Svefn frá kl 0900-1300
Klukkan 1540
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati
Klukkan 1830
Subway kjúklingasalat + beikon
(kál, gúrka, paprika, bananapipar, smá laukur, ostasósa, salt & pipar og parmesan)
Husk töflur, CLA, omega3+d-vit, multivit
Kvöldsnarl
Harðfiskur með smjöri
Fékk mér svo smá smakk af steikta fiskinum sem eiginmaðurinn eldaði, þegar ég kom heim af kvöldvaktinni.