Dagur 5 í hreinsun

Þetta líður, hreinsunin hálfnuð :)  Þetta er ekkert mál, skil ekki af hverju ég var ekki löngu búin að taka þetta upp :)  Eiginmanninum gengur líka vel, hann er leigubílsstjóri og er rosalega duglegur að taka með sér nesti og sendir sms í tíma og ótíma til að ath hvort þetta eða hitt sé í lagi :)  Þannig að hann er að gefa sig í þetta líka :)
Hann hefur verið að díla við hausverki þannig að ég sagði honum að prófa að auka vatnið og fá sér einn sterkan kaffi og sjá hvað það myndi gera.  Ég er að upplifa pínu
brainfart…..ætla að gera eitthvað/sækja eitthvað, sný mér við og man ekki baun.  Engir hausverkir hjá mér samt :)  En þetta er víst eðlilegt, þegar líkaminn er að upplifa breytingu á orkuforða þá getur fólk upplifað svona alls konar……lightheaded, gleyminn, hausverk….þetta gengur yfir :)

Ég var á hoppi í vinnunni í dag (næturvakt og svo kvöldvakt 8 tímum seinna) þannig að svefninn er allur úr lagi.

Þetta fór ofan í mig:

Klukkan 0030 (Næturvakt)
Kaffi með kaffirjóma

20140915_013646
Klukkan 0200 (Næturvakt)

Kindakæfubiti, 3 spægipylsusneiðar rúllaðar upp í ost, kaffi með kaffirjóma

Klukkan 0730 (rétt í lok næturvaktar)
Nectar prótein með jarðarberja og kiwi bragði…..
Ekki eins hrifin af því og því sem ég hef smakkað.

Morgunmatur_meistaranna__Klukkan 0830
Gat ekki neitað eiginmanninum um að smakka á morgunmatnum sem hann brasaði handa mér þegar ég kom heim af næturvakt…..borðaði beikonið og ¼ af ommilettunni (var með ½ á diskinum)
Magnesium+calcium

Svaf frá 0915-1330

Klukkan 1430
Kaffi með MCT olíu

 Klukkan 1730 (kvöldvakt)
½ gúrka með laxa og ræjusalati frá Sóma.
Ætlaði að fá mér kaffi en kaffivélin í vinnunni er biluð :(
Ætlaði heldur ekki að láta líða 4 tíma í „föstunni“….hafði ekki tíma fyrr til að borða.

20140915_201742
Klukkan 2030 (kvöldvakt)

Kjötafgangur af lærinu síðan í gær, hráir hnúðkálsstrimlar, smá paprika og bernaise yfir.
CLA, omega3+D-vít, multivit
Kaffibolli með kaffirjóma (já ég lagaði sko kaffivélina !)

Klukkan 2230 (kvöldvakt)
Kindakæfubiti, 1 harðsoðið egg

Drakk ½ líter af blönduðum mineral drykk og um 2 lítra af vatni.

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s