Ég get svo svarið fyrir það að ég er að lifa af hreinsunina ! Dagur 8 skollinn á og hleðsla alveg bráðum :) Ég hlakka svakalega til, en kvíði því líka pínu….hvort ég eigi eftir að missa mig algjörlega í eitthvað jukk og hvernig ég á eftir að upplifa mig eftir það. Þess vegna ætla ég bara að nota tímann fram að laugardeginum í að plana hverju ég ætla að hlaða með :)
lærði í dag að MCT olían sem ég er búin að vera að setja í 1. kaffibollann á alls ekki að vera þar, er of fljótvirk inní kerfið og á þar af leiðandi ekki leið með cortisolinu sem við erum að forðast með því að borða ekki fyrstu 2-3 tímana eftir að vakna. Þarf að setja hana inn seinna að deginum :)
Seinni dagvakt í vinnunni og framundan 5 daga frí :)
Í dag leit þetta svona út:
Svefn frá klukkan 2230-0645
(gleymdi að taka magnecium fyrir svefn)
Frá klukkan 0700-1200
2 kaffibollar, 1 með tsk af MCT olíu og hinn með smá rjóma.
1 brúsi vatn (800 ml)
Klukkan 1030
½ lítil vanillu skyr.is, 1 msk rjómi
Frá klukkan 1200-1900
1 kaffi með smá rjóma, 1 brúsi vatn (800 ml)+500 ml
Klukkan 1220
Örlítið breytt útgáfa af þessu kjúklingasalati, ég átti ekki avocado og setti sítrónupipar og þurrkaða basiliku útí mæjónesblönduna.
Cla, omega3+D-vit, multivit
Klukkan 1745
2 salami sneiðar
Klukkan 2000
Afgangurinn af Parmesan ýsunni síðan í gær +20 gr kókosolía stöppuð saman við og 1 vorlaukur ofan á.
Smá plokkfisks fílingur í þessu :)
Klukkan 2230
1 heimagerður súkkulaðimoli.