Vitiði…..að eins og mig hlakkar til hleðslunnar, þá þegar líður á hana get ég ekki beðið eftir að henni ljúki ! Fyrsti molinn voðalega góður og sá næsti líka og eitthvað áleiðis ofan í nammipokann…..en svo verð ég bara dösuð og sloj. Við hjónin vorum búin að ákveða að hegða okkur öðruvísi þessa hleðsluna heldur en hina…..nota meiri mat til að hlaða.
Það fór ekki alveg svo.
Á okkar heimili er það þannig að sá sem á afmæli ræður hvað er í matinn. Elsti sonurinn varð 17 ára á fimmtudaginn og hann vildi fresta afmælismatnum fram að helgi svo við gætum líka fengið okkur (fallega hugsað hjá honum)
Þannig að í stað þess að hafa grillmatinn sem við vorum búin að plana, með bökuðum kartöflum og grjónum og allskonar, þá vildi hann beikonburger !
Hleðslan mín fór ss þannig fram að eftir vinnu fór ég í búðina og keypti bland í poka (til að ná insúlíninu hratt upp) og kleinuhring, stakk mér ofan í nammipokann á leiðinni heim…..borðaði kleinuhringinn með kaffi og fékk mér aðeins meira nammi……
og sofnaði svo !
Steinrotaðist á sófanum í svona 1 ½ tíma ! Sykursjokk ? Maður spyr sig ;)
Þegar ég ranka við mér er eiginmaðurinn að grilla heimagerða burgera, alvöru flykki með cheddar osti ofan á og beikon og alls konar grænmeti. Elsti sendur í sjoppuna eftir frönskum og svo var etið. Ég fékk mér bara botninn af brauðinu, slatta af alls konar, franskar, tómatssósu og 1 kókglas. Gat ekki klárað af disknum.
Hlammaði mér í sófann og fékk mér svo síðar um kvöldið 2 litla Bugles poka sem ég gleymdi að borða síðustu helgi
(keypti ss 4 trítla poka í Kosti sl helgi og gleymdi þeim…hver poki er 25 gr)
<———-Rétt upp hönd ef þú hefur einhvern tímann gert svona með bugles :)
* HÖND *
Kláraði svo það litla sem var eftir í nammipokanum
(þetta var ekki stór poki, svona miðað við hérna áður fyrr)
Fékk mér svo nectar protein (án rjóma) og magnecium fyrir svefn, lagðist útaf og stundi…..“Mikið rosalega er ég fegin að þetta er búið!“
Ég er ekki ennþá búin að fá mér poppið sem ég er búin að plana að borða síðan ég byrjaði hreinsunina, og ekki heldur pylsu með öllu !
Kannski næst ;)
ótrúlegt að maður er búin að hlakka til hleðslu og ætlar að borða en getur varla borðað sukkið ;)
Líkar viðLíkar við
Nákvæmlega ! :)
Líkar viðLíkar við