Í dag og næstu 5 daga verður smá áskorun að láta þetta ganga. Ég er í vaktavinnu og vinn þrískiptar vaktir í 5 daga vaktasyrpu. Fyrsta vaktin er í nótt og það er alltaf áskorun að ná svefninum sem maður þarf og í flestum tilfellum næst hann ekki.
Þegar svefninn fer í klessu, þá á hitt til að fara í klessu líka.
En ég ætla bara að undirbúa mig vel, nesta mig og passa vel uppá vatnsdrykkjuna.
Þessi dagur var mjöööög horaður í mat, en ég var ekki svöng…ég lagði mig aftur í morgun því ég á oft erfitt með að sofna fyrir næturvakt, borðaði hádegismatinn eftir að ég vaknaði og var bara södd fram að kvöldmat ;)
Svefn frá kl 2310-0650
Fastan
1 x kaffi með rjóma
Hádegið
Hrærði saman 3 egg, rjómaslettu, salt og pipar.
Skar svo niður 3 skinkusneiðar (98% skinka) og vænan bút af vorlauk.
Setti helmingin af hrærunni á pönnuna, setti áleggið ofan á og svo restina af blöndunni.
Lét þetta taka sig aðeins, tók svo af hellunni og setti gratínost ofan á og inní ofn á pönnunni þar til osturinn var bráðnaður.
Ég borðaði helminginn af þessu, ásamt ½ avocado og nokkrum beikonsneiðum, og 2 sneiðum af pickled gúrku (1 gr kolvetni í 2 sneiðum)
3 x Eve vítamín, 1 CLA, og 2 husk hylki.
Kvöldmatur
Pestókjúlli á spínatbeði
Ferskt salat með.
Vatnsdrykkjan í dag fór í 3 lítra og einhvers staðar inn á milli drakk ég jú einn kaffibolla, með rjóma að sjálfsögðu :)