Jæja, fyrri næturvaktin skollin á. Ég tók með mér nesti og er búin að kíkja yfir matseðil vikunnar hérna í mötuneytinu og sé að ég þarf að taka með mér nesti einhverja dagana.
Næturvaktin
1 x ostsneið með skinku
1 x ostsneið með spægipylsu
1 x kaffi með rjóma
Afgangur af Fetabollunum síðan á mánudagskvöldið með piparostarjómasósu
Svefn frá kl 0845-1445
Um kl 1730
Boost
(½ vanillu skyr.is, 10 bláber, 1 stórt frosið jarðaber, 1 tsk kókosolía, ½ avocado, smá möndlumjólk og vatn)
Síðbúinn kvöldmatur á ½ aukavakt
Ofnbakaður lax, með blómkáls“gratíni“ og ruccola.
GEÐVEIKT GOTT !!!
Eldfast mót smurt með smjöri, laxinn kryddaður með Seafood and fish kryddi frá Santa Maria, salt og pipar, smá vorlaukur ofan á og sítrónusneiðar.
20 mín á 200°C og hann var æði !! :)
Sauð blómkálið í örfáar mínútur í léttsöltuðu vatni, sigtaði svo eins mikið af vatni og ég gat frá. Í eldfast form, smá feta og gratínost yfir og inní ofn á meðan laxinn bakaðist.
3 x Eve vítamín, 1 x CLA, 2 x husk hylki
Vatnsdrykkjan fór í 2,8 lítra og að mig minnir 2 x köff yfir daginn ;)