Svo koma svona dagar þar sem aukavakt er tekin með litlum fyrirvara.
Þá hefði nú komið sér betur að geta sofið eitthvað af viti í gær….en nei, það var ekki í umræðunni greinilega.
Nætur-aukavakt
2 x ostsneiðar með skinku
Pestókjúlli frá því á þriðjudaginn, með piparostasósu og salati
Svefn frá 09-14
Fastan
2 x kaffi með rjóóóóma
Kl 17 (komin á kvöldvakt aftur)
2 x harðsoðin egg, 1 lítið avocado
Kl 2030
Ég var búin að plana að taka með mér afganginn af laxinum sem við vorum með um daginn, en eiginmaðurinn borðaði þá rest í hádeginu. Þar af leiðandi var hann sendur á Serrano og hann kom með LKL salat frá þeim. Betri redding heldur en
a) að borða ekkert
b) borða rasphjúpaðar grísakótiletturnar sem voru í mötuneytinu.
Vatnsdrykkjan fór í 3,2 lítra í dag :)
Dagur 5 búinn :)