Magnað alveg hreint……við hjónin höfum verið að tala um það síðan við byrjuðum hreinsunina, hvað við verðum ekki svöng, ekki eins og við urðum áður.
Maður var svangur, gúffaði í sig samloku eða einhverju drasli, og liggur við korteri seinna orðin svöng aftur !
Svo núna í vikunni erum við bæði búin að auka vatnsdrykkjuna alveg helling, og ég get með fullum huga vísa í myndina að ofan :)
Í dag var ég á fyrri dagvakt í vinnunni og þetta er búið að ganga vel :)
Svefn frá kl 0050-0620
Fastan
2 x kaffi með rjóma
Morgunmatur kl 09
Boost
½ vanillu skyr.is, 1 lítið avocado, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 2 jarðaber, nokkur bláber, smá möndlumjólk, 1 ísmoli og fyllt upp með vatni
Hádegi kl 13
Eiginmaðurinn útbjó í gærkvöldi svona eggjahakkrétt og gerði með henni rjómasmjörlaukssósu og ég tók með mér afgang og maður minn hvað þetta er gott !
Og ótrúlega einfalt líka :)
1 x CLA, 2 x husk, 3 x eve vítamín
Kvöldmatur
Sko…..þarna kom stærsta áskorunin til þessa. Við fórum í fermingarveislu eftir vinnu og þegar við komum þangað (seint) var ennþá bayonne skinka á borðum, ásamt sósu og kartöflugratíni og gulum baunum og svoleiðis tralli.
Ég var ekki svöng þannig að ég fékk mér ekki kjöt.
EN…..svo komu kökurnar, rjómamarengs og rice crispies kransakaka !!
Ó MÆ LORD hvað það var erfitt að standast það en ég stóðst það !!
Fékk mér bara kaffi !
Kvöldmaturinn varð því enginn.
Kvöldsnarl
Egg, beikon og bernaise !
Vatnsdrykkjan í dag var í 2,5 lítrum :)
Degi 6 í hreinsun lokið :)