Mikið afskaplega sem það var ljúft að ná að sofa almennilega :)
Dagurinn í dag var MJÖG erfiður í freistingum !
Nammidagur og pylsugrill fyrir utan eina verslun sem ég fór í og meira nammi alls staðar.
EN ÉG STÓÐST ÞAÐ !
Ég, strákarnir mínir og frænka okkar fórum í borgarferð, fórum í Kolaportið og keyptum helling af purusnakki :)
Flott snakkið þar :)
Svefn frá kl
2315-0900
Fastan
1 x kaffi með rjóma
Kl 1115
2x ostaklattar með smjöri, 98% skinku og osti
Kl 1330
Vorum þarna á Grillhúsinu á Sprengisandi.
200 gr piparsteik, bernaise sósa, strengjabaunir og salat.
Bað um að kartöflunni yrði skipt út fyrir salat og komst að því að maður þarf greinilega að biðja um að það sé engin dressing á salatinu, því það var löðrandi í einhverri sætri dressingu :/
Sleppti því að borða það og lét mér nægja salatið sem var á disknum og var ódressað.
Kl 1930
Kjúklingabringa, fyllt með 2 sneiðum af krydd havarti osti og beikonvafin.
Blómkáls- og brokkólí stappa.
Mexíkóostarjómasósa
Kvöldkaffi
Harðfiskur og smjör
Vatnsdrykkjan var í 2 lítrum