Það er nefnilega soldið svoleiðis……
Ég hef fengið fullt af skilaboðum á Facebook þar sem ég er beðin um ráð með Carb Nite, hvernig þetta virki og hvort þetta sé í lagi o.s.frv.
Ég er engin snillingur í þessu, og á það til eins og aðrir að fara útaf „beinu brautinni“
þó ég viti vel hvaða áhrif það hafi á mig.
Bara núna um daginn tókum við langa hleðslu og erum núna í annari hreinsun vegna þess.
Við hefðum verið að hlaða í gær hefðum við ekki sukkað ;)
Engin er fullkominn……en það er hvernig þú dílar við það sem skilgreinir þig pínu :)
Ef þú ert að byrja á Carb nite þá ráðlegg ég þér þetta…..
Spyrðu um hlutina ÁÐUR en þú framkvæmir…….
Ekki gaman að eiga kannski bara 2-3 daga eftir af hreinsun og skemma hana með því að borða eitthvað sem er alltof hátt í kolvetnum……þannig að spyrðu FYRST ! ;)
Svefn frá kl
0100-0900
Fastan
2 x kaffi með rjóma
Kl 1200
Heitur chia grautur með smjöri, eggi og rjóma
Kl 1500
2 x ostaklattar með smjöri osti, 98% skinku og osti (jebb 2 ostsneiðar)
Grillað í brauðgrilli
2 x eldstafir
Smá pítusósa
Kl 2015 (síðbúinn kvöldmatur)
Lambalæri, rósakál steikt uppúr hvítlaukssmjöri,
og sósa útbúin úr rjóma, piparosti, sveppasmurosti, sveppum og soði af kjötinu
Kl 2320
10 gr af purusnakki
Vatnsdrykkjan fór í 2,8 lítra.