Þriðjudagur 07.06

 

change-today-for-a-better-life

Nokkrir dagar frá síðustu færslu, búin að vera kreisí að gera.

Fór á æfingu á föstudaginn og eftir sturtu og svona þá rauk ég nánast í einum spreng vestur á Ísafjörð og svo á Þingeyri í kjölfarið.
Mæli ekki með langri bílferð strax eftir rækt…..ég var ÓNÝT af strengjum alla helgina.
En þessa ferð þurfti að fara.
Tók hleðslu á laugardaginn.
Og síðan ég kom heim er ég búin að vera í tómu rugli með svefninn.
Er ss komin heim kl 21 á sunnudagskvöldið…..náði að leggja mig í klst áður en ég fór á næturvakt.
Komin heim af henni kl 08:30 á mánudagsmorguninn og náði í 2 atrennum að sofa til kl 12:30.
Mætt í vinnuna aftur kl 16 og tók tvöfalda vakt, komin heim rúmlega 8 í morgun og fékk svefn til kl 13.
Mætt aftur í vinnuna núna í dag kl 16……verð til miðnættis og svo mæting aftur kl 8 í fyrramálið.
Átti tíma hjá þjálfaranum kl 12 í dag en varð að sleppa því til að ná svefni….næturvaktin var óvænt.

Þegar svefninn er svona í klessu, og maður er lítið heima vegna vinnu, þá fer matarundirbúningur í fokk, amk hjá mér.
Er ekki búin að borða nóg þessa daga, réttan mat kannski en alls ekki í nægilegu magni, er búin að vera orkulaus og er farin að skulda svefn.

En þetta tekur enda…….ætla að kíkja í ræktina á morgun eftir vinnu, á svo tíma hjá þjálfara á föstudaginn og Color Run á laugardag :) :)

Hafið það endalaust gott :)

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s