Jæja, þá er þessari pásu lokið og ný hreinsun hafin.
Við ætlum að taka fulla hreinsun aftur, það er hægt að stytta hana í 6½ dag EF 9½ dagur hefur verið tekinn áður og með því að gera hiit æfingar fyrst 3-4 dagana.
Þegar ég vigtaði mig sl föstudag, að morgni hleðsludags, þá hafði ég þyngst um 700 gr síðan síðast. Ég skrifaði það alfarið á slæman svefn og mikið tilfinningalegt álag.
Í morgun var ég 300 gr þyngri en það, eftir tæplega viku hleðslu.
Eiginmaðurinn græddi um kíló á þessu sukki.
Þannig að núna er blaðinu snúið við aftur og allt sett á fullt :)
Við fórum á fyrirlestur í gær hjá Sibbu og Edda Arndal og ég mæli svoooo mikið með að þið farið á svoleiðis. Sá í gærkvöldi var reyndar sá síðasti fyrir sumarfrí en tékkið á þessu í haust.
Svefn frá kl 0100-0600
Fastan
2 x kaffi með rjóma
Kl 0900
Heitur chia grautur með salti, karamellusírópi og rjóma
(1 dl vatn, 1 msk chia, ½ dl rjómi, ca tsk af sírópi, nokkur saltkorn)
Vítamínin….Eve, CLA, Husk og magnecium citrate
Kl 1040
1 x ostaklatti með smjöri og 36% osti
Kl 1615
1 x ostaklatti með smjöri og hamborgarhryggsáleggi
Kl 1900 (mötuneytið í vinnunni)
Lambakjöt (hálfgert súpukjöt)
smá salat og brokkolí
MCT olía í kaffi eftir mat
Kl 2200
Harðfiskur með smá smjöri
Vatnsdrykkjan fór í 2,5 lítra i dag.
HÆ,svo flott síða. ein spurning Ostaklatti, hvar finn ég uppskrift að því.Kv Guðrún
Líkar viðLíkar við
Hæhæ :)
Kærar þakkir, vona að þú eigir eftir að getá nýtt þér hana :)
Í stikunni undir forsíðumyndinni er hnappur sem stendur á uppskriftir…..opnaðu hann og skrollaðu þar til þú finnur Ostaklattar :)
Líkar viðLíkar við