Ég setti mér markmið í meistaramánuði, og núna eru 8 dagar eftir……
ákvað að taka stöðutékk ;)
- Ég ætla að halda áfram að tileinka mér Carb Nite lífsstílinn, og fylgja honum.
Þessu markmiði hef ég fylgt til hins ítrasta :) Elska þennan lífsstíl. - Ég ætla að ná amk 7 tíma svefni þá daga sem ég er ekki í vinnusyrpu og stefna á að vera farin að sofa fyrir miðnætti (nema ef ég á frí um helgi þá fer ég líklegast seinna að sofa)
Þessu markmiði hef ég fylgt, inní komu veikindin að vísu en við það var ekki ráðið. - Ég ætla að lesa amk eina bók á kvöldin í stað þess að hanga í tölvunni.
Ég kláraði eina bók sem ég var byrjuð á, og er aaaalveg
að verða búin að aðra :) - Ég ætla að klára jólagjöfina fyrir lítinn frænda minn, sem ég byrjaði á í mars !!!
Ekki búin með hana, en búin að vinna í henni og SKAL
klára fyrir mánaðarmót ! - Ég ætla að fara í yoga tíma í Sporthúsinu.
Ekki búin með þetta markmið……. - Ég ætla að drekka vatnsmagnið sem appið setur mér fyrir á hverjum degi.
(amk 2,7 lítar á dag)
Jebb…..hef ekki farið undir 3 lítra á dag allan mánuðinn ;) - Ég ætla að fara í gegnum &%$/ forstofuskápinn og hreinsa þar út
(maaaaaaaargfrestað verkefni)
JÁ !!! T-J-É-K-K !! Hafði þetta af !! Mikill léttir :) - Ég ætla að halda áfram að blogga hérna á hverjum degi og verða vonandi einhverjum þarna úti góður innblástur í að skoða CN :)
Hef bloggað á hverjum degi og nokkuð viss um að einhvers staðar þarna úti er einhver sem getur notað bloggið sem stuðning fyrir CN :)
Er nokkuð sátt með þetta bara :) Hvaða markmið settir þú þér og hvernig gengur ?