Eftir hleðslu 5 færslan

Hvenær skyldi ég actually taka hleðslu eins og ég plana hana ?  Þessa helgina vorum við hjónin boðin í tvöfalt 35 ára afmæli og brúðkaupsveislu afmælishjónanna.
Þau giftu sig sko fyrir 6 árum síðan en héldu enga veislu þá, þannig að núna var komið að svakalegasta partýi ársins…..og þau bæði 35 ára á árinu.
Ég var búin að hlakka svoooo til, nýr kjóll og nýir skór og allt !
EN….lífið henti beini í hausinn á mér og það fast…..ég er ennþá lasin :(

Hleðslan átti ss að fara í vínarbrauð kl 4 til að starta þessu…..
alls konar smárétti í þeirra boði í matnum og svo áfengi ;)
Eiginmaðurinn fór að sjálfsgöðu, hann þurfti ekkert að hanga heima þó ég væri lasin, og ég var ekki að meika það að elda neitt, þannig að elsti sonurinn keypti borgara handa okkur í sjoppunni, með frönskum.
Þeir fóru í búðina áður en eiginmaðurinn fór, og ég bað hann um að kaupa SMÁ bland í poka og maxipopp.  Ég átti ennþá súkkulaðirúsínukassann og snakkpokann
síðan síðast muniði………

nammi 2012Þeir koma heim með STÆRRI poka heldur en ég keypti í græðginni sl hleðsludag !
Ég fékk mér smá nammi, og þá meina ég smá………einhver hlaup, nokkrar fílakaramellur, sterkan brjóstsykur, og einn mola sem ég spýtti útúr mér því hann var hroðbjóður.
Svo fór ég með alla skálina OG restina af nammipokanum inn til sonar míns og gaf honum.

Opnaði svo popppoka og fékk mér af því…..þarna var mér farið að líða pínu illa þannig að ég slakaði á poppinu.  Svo var ss borgarinn og franskar með tómatsósu, og ½ líter af kók í bauk í kvöldmatnum.  Ég gat ekki klárað borgarann en japlaði á frönskunum.
popcorn-close-up
Síðan síðar um kvöldið fékk ég mér meira popp……og hef klárað í
heildina annan pokann miðað við það sem var eftir í skálinni
þegar ég gaf syni mínum restina.
Rúsínukassinn og snakkpokinn ennþá óhreyfð uppí skáp.

Ég var samt dugleg í vatninu í gær, drakk 4,25 lítra og tók magnecium í gærkvöldi og nectar án rjóma fyrir svefninn.

Laugardagur 18. okt – HLEÐSLA

canstockphoto5418035headacheSvona líður mér í höfðinu, eins og það sé í skrúfstykki :(
Tek verkjalyf í þeirri veiku von að þau hafi einhver áhrif en þau hafa ekki mikið að segja.
Það er vont að vera !  Vera alls konar……liggjandi = vont, sitjandi = vont, labbandi = vont.
Þetta er bara krappí.  En þetta hlýtur að ganga yfir :)

Vigtin í morgun sagði -500 gr hjá mér og -900 gr hjá eiginmanninum.

Fór á lappir um 0930 eftir brösuga nótt……fékk mér 2 kaffi.
Svo kjúkling, ruccola, hnúðkál og pítusósu um kl 1300.

Hleðsla í dag, ætla að fá mér poppið sem mig er búið að langa í síðan ég varð lasin !

Föstudagur 17. okt

Ennþá lasin :(
Ég var í svaaaaaaaaaakalegri nartþörf í gærkvöldi, langaði svo í popp !  Ég var næstum búin að gefa skít í þetta……tæki þá bara aðra hreinsun……en lét ekki undan.
Svaf ekkert betur í nótt…..höfuðið enn að klofna.
Ég drakk 3,75 L af vatni í dag

Fastan
Kaffi með rjóma

IMG_20141017_100541

Smelltu fyrir uppskrift

 Klukkan 1015
Örbylgjubolla með smjöri og osti, kaffi með rjóma og mct olíu

IMG_20141017_123352 (1)Klukkan 1230

2 linsoðin egg, 3 beikonsneiðar, ruccola með evoo og sjávarsalti
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 1630
Bulletproof kaffi

 Klukkan 1830
Við vorum með grillaðan kjúkling, og ég fékk mér 1 bringuhelming og einn væng, Nonna litla bernaise sósu og ruccola með evoo og sjávarsalti

Kvöldsnarl
½ mæliskeið nectar, með ca msk af rjóma
Magnecium nitrate fyrir svefn

Fimmtudagur 16. okt

Ég er lasin :(
Var orðin algjör haugur þegar ég lauk kvöldvaktinni í gær, með skerandi höfuðverk og leið bara skelfilega illa.
Svaf ekki vel…….náði ekki mikilli hvíld í svefninum.
Ég drakk 4,1 lítra af vatni í dag.

Svefn frá 0100-0730

Fastan
Vatn og verkjalyf

Klukkan 1000
1 soðið egg og beikon
Kaffi með rjóma og MCT olíu

IMG_20141016_135039Klukkan 1400
Eiginmaðurinn var með steiktan fisk í gærkvöldi, og rjómasósu.
Fiskurinn „raspaður“ með möndlumjöli og eggi, og sveppir og paprika í sósunni.  Smjötsteiktur laukur líka.  Fékk mér ss afganga.
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 1800
3 ostsneiðar, kaffi með rjóma

IMG_20141016_201936Klukkan 2030
Gúllaskjötsúpa eiginmannsins
(Grísagúllas, paprika, sveppir, laukur, púrrulaukur, súpujurtir, salt & pipar, húnagull, hvítlauksduft, rjómi og vatn)

 Kvöldsnarl
Þeyttur rjómi með WF karamellusírópi

Miðvikudagur 15. okt

Stundum væri ég svo til í að borða það sem er í matinn í mötuneytinu.  Eins og núna í kvöld þá voru kjötbollur sem eru eitt af mínum uppáhalds…..svona steiktar kjötfarsbollur.  En þá er bara að taka með sér nesti ;)  Á morgun á að vera saltkjöt !  Það er annað uppáhald :)

Næturvakt
Kaffi með rjóma

Klukkan 0130
Ruccola salat með evoo og sjávarsalti, 2 soft soðin egg og 1 pepperoniputti.

Klukkan 0700
Nectar prótein (gleymdi rjómanum heima)

Svefn frá kl 0900-1300

 Klukkan 1540
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati

IMG_20141015_181512 Klukkan 1830
Subway kjúklingasalat + beikon
(kál, gúrka, paprika, bananapipar, smá laukur, ostasósa, salt & pipar og parmesan)
Husk töflur, CLA, omega3+d-vit, multivit

Kvöldsnarl
Harðfiskur með smjöri
Fékk mér svo smá smakk af steikta fiskinum sem eiginmaðurinn eldaði, þegar ég kom heim af kvöldvaktinni.

Þriðjudagur 14. okt

Þetta spænist áfram…..helgin er varla búin þá er næsta hinum megin við hornið !
Hvernig gengur þér með markmiðin þín fyrir meistaramánuð ?  Mér gengur ágætlega, er búin að halda svefnrútínunni þegar ég hef getað, náð amk 7 tímum þegar ég er ekki í vinnusyrpu, og alltaf náð vel yfir þeim vatnsskammti sem ég einsetti mér að drekka á hverjum degi, prik fyrir mig þar :)
Er aðeins búin að lesa líka……..ekki búin með jólagjöf frænda míns og /&#)& forstofuskápurinn er ennþá í rúst.   EN mánuðurinn er ekki búinn :)
Ég drakk 3,5 lítra af vatni í dag.

Næturvaktin
2 x kaffi með kaffirjóma

Klukkan 0230
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati

 Klukkan 0545
Harðfiskur með smjöri

Svefn frá 0900-1230

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1315
Bulletproof kaffi

Klukkan 1500
Nectar prótein með rjóma

Klukkan 1845
Afgangur af fiskréttinum frá í gærkvöldi + ruccola með EVOO (extra virgin olive oil)
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

Klukkan 2200
Magnecium citrate fyrir vinnu

Mánudagur 13. okt

Síðasti dagur fyrir nýja vaktasyrpu……næturvakt í nótt.  Reyndi eitthvað að sofa í dag en gekk illa…..náði um 1 og ½ tíma eftir kvöldmat.
Ég drakk 4,375 lítra af vatni í dag

Svefn frá 2325-0710

Fastan
Eplaedik í vatni,svart kaffi

Klukkan 0940
Nectar með rjóma og MCT olíu
Husk töflur

Klukkan 1200
Afgangurinn af grísalundinni síðan í gærkvöldi + smá sósa
CLA, omega3+D-vit, multivit

Klukkan 1610
3 ostsneiðar með pepperoniputta

img_20141013_200713 Klukkan 1945
Fiskréttur í boði eiginmannsins, plús soðið brokkólí og olíulegið ruccola
Husk töflur
(Fiskur, sveppir, paprika, blaðlaukur, brokkolí, villisveppa og paprikuostar og rjómi)

Magnecium citrate fyrir vinnu.

Sunnudagur 12. okt

Sunnudagar eiga að vera letidagar……sjaldan sem ég fæ að hafa sunnudag alveg eins og ég vil, en í dag var hann svoleiðis :)
Smá þvottastand en annars bara dúllerí :)
Ég drakk 4 lítra af vatni í dag.

Svefn frá kl 0125-0910

Fastan
Eplaedik í vatni, 2 x svart kaffi

Klukkan 1115
Nectar prótein með rjóma og msk af MCT olíu

Klukkan 1245
Hvítlauksostapizza með ruccola
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

 Klukkan 1900
Beikonvafin fetaostafyllt grísalund, með svepparjómasósu og graskersstöppu
Husk töflur

img_20141012_220202Klukkan 2200
Þeyttur rjómi með heslihnetukurli ofan á.
Magencium citrate fyrir svefn

Eftir hleðslu 4 færslan

Ég er komin með ógeð af sælgæti !
Þegar kemur að hleðslu, svona eins og í gær, þá langar mig í allan heiminn !
Þetta nammi og svona snakk og……og…….. !

Í gær vorum við synirnir í borginni.  Þurftum að flækjast á hina ýmsu staði, þar á meðal Kost (keypti þar 2 snakkpoka, súkkulaðirúsínukassa, stórann lakkrísreimapoka og Lindu buff sem var þó í eðlilegri stærð.)
Kringluna (fór þar í nammilandið í Hagkaup og ég held að pokinn hafi
verið rétt undir kílói !)
Frestaði hleðslunni um 2 tíma, kl 18 takk fyrir kærlega, þegar þeir voru búnir að skjóta af boga í Bogfimisetrinu, þá gleypti ég Lindu buffið næstum í einum bita.  Og já……..betra að hafa nammipokann nálægt.
Fórum svo á American Style og þar fékk ég mér þennan eðal borgara:
IMG_20141011_180906

Þessi var rooooooosalega góður, ég er ekki mikil bbq manneskja en þessi kom skemmtilega á óvart.  Ég myndi sýna ykkur mynd af diskinum……en græðgin var svakaleg, plús það að síminn minn var of batteríslítill til að meika myndavélina.

Þegar stælnum var lokið, þá var haldið heim á leið, og á brautinni (búum ss í Njarðvík) var nammipokinn opnaður og ég datt aðeins ofan í hann.
Þegar við komum heim var eiginmaðurinn ekki farinn að vinna þannig að hann stakk sér líka í nammipokann, ég fékk mér smá meira og svo stundi ég bara: Helltu úr pokanum í skál fyrir strákana…….og þeir hæstánægðir með þessa gjafmildi mömmu sinnar.

Opnaði annan snakkpokann, sem á þeim tíma sem ég las utan á hann, hljómaði rosalega girnilega.  Málið er nefnilega, að stundum er til í Kosti risa popppoki sem heitir Kettle corn…..það er með söltu og sætu bragði og mér finnst það svaaaaakalega gott.  Poppið var ekki til, annars hefði ég keypt það, EN þarna var snakkpoki sem stóð á Salty and sweet, og ég hugsaði vá, þetta getur ekki klikkað.
Shit hvað þetta voru slæm kaup !!  Mér fannst snakkið hroðbjóður !
Borðaði nú samt nokkrar (kannski 10 flögur) til að vera viss og svo bara lagði ég hann frá mér.  Þetta var EKKI að gera sig.  Þessum poka var hent.
Þá opnaði ég lakkrísreimarnar…….fékk mér 2 reimar.
Í pokanum úr Kosti er ss ennþá óopnaður snakkpoki, heill kassi af súkkulaðirúsínum og opinn lakkrísreimapoki…..

Á þessum tímapunkti var farið að flæða útum eyrun á mér af viðbjóði og ég gat ekki meir.
Þetta var ss um kl 2130 í gærkvöldi.
Of stutt hleðsla, eða of mikil græðgi og ógeðis……uuggghhhhh.
Gleymdi meira að segja að fá mér prótein fyrir svefninn, en fékk mér þó magnecium útí vatn og ég drakk 3 og ½ líter af vatni í gær.

Ég held ég sé búin að segja frá upphafi að næsta hleðsla verði ekki útötuð í sælgæti, en held ég geti sagt með vissu að sú næsta verður það ekki.  Við hjónin erum að fara í afmæli næsta laugardag og þá verður sko hlaðið með mat……..og vökvinn verður ekki vatn ;)

Þar til næst :)

Laugardagur 11. okt – HLEÐSLA

Ég virðist ætla að vera eitthvað jójó á vigtinni…….er í dag 200 gr þyngri en í síðustu viku.  Hef ekki drukkið undir 3 lítrum á dag, yfirleitt nær og jafnvel yfir 4 lítrum….hef ekki borðað neitt skyr þessa vikuna og enga gríska jógúrt.  Meltingarskilin hafa heldur ekki verið regluleg, þrátt fyrir trefjatöflur tvisvar á dag og eplaedik á morgnana.
Fékk þau ráð að hætta að taka magnecium með calcium og taka frekar magnecium citrat í duftformi.  Þannig að næsta vika fer í þá tilraunastarfsemi og sjá hverju það skilar :)
Það er vont að vera með svona ristilsvesen :/

Eiginmaðurinn fór niður um 1,7 kíló…..en hann svindlaði líka og fékk upp og niðurgangspest í vikunni ;)

Njótið hleðslunnar :)