Sunnudagur 26. okt – HLEÐSLA

Ég fer í mælingu á fimmtudaginn, þá er mánuður síðan ég fór síðast.  Ég ætla rétt að vona að cm hafi eitthvað skroppið saman því ég er algjört jojo á vigtinni,
og það dregur úr manni :/
Eiginmaðurinn var 300 gr þyngri í gær (hann hlóð í gær) og ég var 200 gr þyngri í dag.

Svaf frá kl 0130-1100

Sjáumst á morgun…..ég ætla að hlaða þegar ég mæti í vinnuna í dag :)

Laugardagur 25. okt – Ekki hleðsla

Ég er að vinna kvöldvakt, bæði í kvöld og annað kvöld og ákvörðun mín um að fresta hleðslunni um 1 dag snérist eingöngu að því sem er í boði i matsalnum á annaðkvöld ;)  Það á að vera bayonne skinka með öllu tilheyrandi og það er bara
fullkomin hleðslumáltíð :)  Hlakka til :)

Ég drakk 4 lítra af vatni í dag

Klukkan 0130 (næturvakt)
½ gúrka með laxa- og rækjusalati

Klukkan 0300
1 pepperoniputti

Smelltu og finndu þitt bragð á fitnesssport.is

Smelltu og finndu þitt bragð á fitnesssport.is

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
Nýtt Nectar bragð, það er mjög gott :)
Hálfur poki, blandaður í ca 150 ml vatn og rúmlega 1 msk rjómi
1 x multivítamín, 2 x omega3+D-vítamín

Svefn frá 0850-1410

Fastan
Kaffi með rjóma

Klukkan 1730 (kvöldvakt)
Kaffi með rjóma og MCT olíu
Vænn biti af kindakæfu

 Klukkan 2030
150 gr af Ali helgar skinku
½ gúrka, smávegis hvítkál
1 x CLA, 2 x husk töflur

Kvöldsnarl á kvöldvakt
Harðfiskur og smjör

Föstudagur 24. okt

2 mánuðir til jóla ! :)
Hef svolítið verið að spá í hvernig ég eigi að tækla jólin, ekki alveg búin að gera upp við mig hvernig best er að gera þetta.  Held samt að til að halda „skaðaðanum“ í lágmarki muni ég neyta þeirra kolvetna sem ég kýs að borða seinnipart dags.  Eins og kartöflur með jólamatnum og mandarínurnar og svoleiðis :)  Svo að taka hreinsun strax eftir áramótin.

Ég drakk 3,75 lítra af vatni í dag

Næturvaktin
2 x kaffi með kaffirjóma

PhotoGrid_1414120688656Klukkan 0315
3 sneiðar skólaostur, 3 skinkusneiðar, 3 bitar af mexíkóosti og hvítkál vafið utan um.

Smelltu og finndu þitt bragð á fitnesssport.is

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
½ mæliskeið Nectar blandað í 150 ml vatn (eiginmaðurinn kláraði rjómann !)
1 x multivítamín, 2 x omega3+D-vítamín

 Svefn frá kl 0930-1345

Fastan
Kaffi með kókosolíu
Husk töflur (hefði líklegast átt að geyma þær aðeins en gleymdi mér)

 Klukkan 1700
Kaffi með rjóma og MCT olíu……var á flakki og gleymdi að borða :/

IMG_20141024_191845Klukkan 1930
Purusteik, salat og bernaise
Husk töflur, CLA

 Magnecium citrate fyrir vinnu

Nectar prótein

Ég ELSKA Nectar próteinið !  Það er eflaust hellingur til af isolated próteinum sem eru tilvalin fyrir CN en fyrir mig er bara Nectar sem kemur til greina :)
Þau eru til í svoooooo mörgun bragðtegundum og þau eru öll nema 1 með 0 gr af kolvetnum !  Það er 1 gr af kolvetnum í skammti af „double stuffed cookies“
Ég fór í dag í Fitness Sport og var græjuð upp með FULLT af nammi !!!
Ég er himinlifandi hérna og hlakka svoooo til að smakka :) :) :)

Smelltu til að velja þitt uppáhald :)

Smelltu til að velja þitt uppáhald :)

Fimmtudagur 23. okt

Mér hefur hingað til ekkert gengið voðalega vel að ná að sofa almennilega fyrir fyrri næturvaktina, reyni því að vaka aðeins lengur kvöldið áður, vakna snemma til að vekja strákana og verð þá nægilega sybbin til að geta lagt mig aaaaðeins fyrir vaktina.
Ég drakk 4,25 lítra af vatni í dag.

Svefn frá kl 0130-0710

Fastan
Kaffi með 1 tsk rjóma, kaffi með ½ tsk kókosolíu

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

 Klukkan 1000
½ mæliskeið nectar, blandað í 150 ml vatn, með 1 msk rjóma.
2 x omega3+D-vítamín

Klukkan 1240
Og enn er það hakkrétturinn góði sem fyllir magann í hádeginu :)
Gott að geta haft svona til að grípa í og hita upp þegar maður er að flýta sér :)
2 x husk töflur, 1 x multivítamín

IMG_20141023_175147 Klukkan 1800
Fór í keilu með vinnunni eftir starfsmannafund og við borðuðum á Fellini.
Ég fékk mér kjúklingasalat….kjúklingur, tómatar, rauðlaukur, parmesanostur
og bernaise !  Það átti að vera sesarsósa en hún var búin.

Lagði mig fyrir næturvakt frá ca 2030-2230

IMG_20141023_230243Kvöldsnarl
Kaffi með MCT olíu og kaka sem klúðraðist ;)
Fékk uppskrift hjá frænku minni sem henni fannst æði, kakan hennar varð mjúk og æðislega góð, og var fljótandi þegar hún setti hana í bollann fyrir eldun.
Það sem við gerðum misjafnt var að hún bræddi ekki kókosolíuna (ég gerði það) og hún notaði möndlumjólkina sem uppskriftin kallaði á.
Ég átti ekki svoleiðis til og notaði rjóma í staðinn.
Mitt „deig“ varð að klumpi og kakan……..well hún varð mjööööög skrítin í áferð, eins og sandur og það er áferð sem ég er ekki að fíla.  Líklegast eitthvað síðan ég át uppúr sandkassanum í leikskóla hahaha :)
Borðaði aðeins af henni samt…bragðið var ekki skelfilegt.
Set ekki inn uppskrift fyrr en ég næ henni rétt.

Markmiðatékk

Ég setti mér markmið í meistaramánuði, og núna eru 8 dagar eftir……
ákvað að taka stöðutékk ;)

  • Ég ætla að halda áfram að tileinka mér Carb Nite lífsstílinn, og fylgja honum.
    Þessu markmiði hef ég fylgt til hins ítrasta :)  Elska þennan lífsstíl.

  • Ég ætla að ná amk 7 tíma svefni þá daga sem ég er ekki í vinnusyrpu og stefna á að vera farin að sofa fyrir miðnætti (nema ef ég á frí um helgi þá fer ég líklegast seinna að sofa)
    Þessu markmiði hef ég fylgt, inní komu veikindin að vísu en við það var ekki ráðið.

  • Ég ætla að lesa amk eina bók á kvöldin í stað þess að hanga í tölvunni.
    Ég kláraði eina bók sem ég var byrjuð á, og er aaaalveg
    að verða búin að aðra :)

  • Ég ætla að klára jólagjöfina fyrir lítinn frænda minn, sem ég byrjaði á í mars !!!
    Ekki búin með hana, en búin að vinna í henni og SKAL
    klára fyrir mánaðarmót !

  • Ég ætla að fara í yoga tíma í Sporthúsinu.
    Ekki búin með þetta markmið…….

  • Ég ætla að drekka vatnsmagnið sem appið setur mér fyrir á hverjum degi.
    (amk 2,7 lítar á dag)
    Jebb…..hef ekki farið undir 3 lítra á dag allan mánuðinn ;)

  • Ég ætla að fara í gegnum &%$/ forstofuskápinn og hreinsa þar út
    (maaaaaaaargfrestað verkefni)
    JÁ !!!  T-J-É-K-K !!  Hafði þetta af !!  Mikill léttir :)

  • Ég ætla að halda áfram að blogga hérna á hverjum degi og verða vonandi einhverjum þarna úti góður innblástur í að skoða CN :)
    Hef bloggað á hverjum degi og nokkuð viss um að einhvers staðar þarna úti er einhver sem getur notað bloggið sem stuðning fyrir CN :)

Er nokkuð sátt með þetta bara :)  Hvaða markmið settir þú þér og hvernig gengur ?

Miðvikudagur 22. okt

Næst síðasti dagurinn í þessu vaktafríi…..það verður gott að komast aftur í vinnuna eftir þessi veikindi :)

Ég drakk 3,75 lítra af vatni í dag.

Svefn frá kl 0000-0710

Fastan
Kaffi með tsk rjóma, kaffi með ½ tsk af kókosolíu

91lYJ5m8cVL._SY355_Klukkan 1015
15 gr nectar í 150 ml vatni með msk rjóma, nýtt bragð, það er ágætt ;)
2 x omega3+D-vítamín

 Klukkan 1230
Upphitaði afgangur af hakkréttinum síðan í gærkvöldi
Husk töflur, multivítamín.

Klukkan 1600
2 egg linharðsoðin ;)
kaffi með msk af MCT olíu.

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1900
Kjúklingaborgarar með káli, gúrku og tómötum og graskersfranskar
Husk töflur, CLA.
Raspberry mineral drykkur blandaður í sódavatn.

 Kvöldsnarl
Ætlaði að fá mér ½ kjúklingaborgarabuff, en synir mínir voru búnir með allt saman !
Þannig að ég fékk mér restina af nectar pokanum síðan í morgun með smá rjóma útí.
Magnecium citrate fyrir svefn.

Þriðjudagur 21. okt

Hvít föl mætti augunum í morgun hérna í Innri-Njarðvík :)
Líðanin heldur betri, fyrsti dagurinn síðan á miðvikudag sem hausinn á mér
er ekki að springa :)
Orkan að koma til baka, amk hafði ég það af að þurrka eitt atriði útaf markmiðalistanum fyrir október………
ER BÚIN AÐ HREINSA TIL OG SORTERA ÓREIÐUNA SEM VAR Í FORSTOFUSKÁPUNUM !!!   Vúhú !!! :) :) :)

Ég drakk 4,37 lítra af vatni í dag.

Fastan
1 kaffi með tsk rjóma, 1 kaffi með ½ tsk kókosolíu

Klukkan 1040
Nectar prótein í vatni, með 2 tsk rjóma
2 x omega3+D-vit, 1 x multivítamín

Klukkan 1245
Kotasælu/husk lummur2 samlokuostsneiðar, 3 ræfilslegar sneiðar af beikoni.

IMG_20141021_153755 Klukkan 1550
2 samlokuostnseiðar, 2 skinkusneiðar, 4 gúrkusneiðar, allt rúllað upp.
Kaffi með MCT olíu

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1930
Æðislegur hakkréttur, ruccola með evoo og sjávarsalti.
CLA, Husk töflur

Kvöldsnarl
90 gr af hreinu skyr.is með 1 tsk af Walden Farms karamellu sírópi hrært saman.
Magnecium citrate fyrir svefn.

Mánudagur 20. okt

Það er aðeins farið að losna á skrúfstykkinu á hausnum á mér en í staðinn vaknaði ég með sandpappír í hálsinum.   Það er þó skárra…..ég þegi þá bara ;)
Ég var ekkert svöng í dag, það leið langur tími á milli hádegismatar og næstu máltíðar, en ég fann ekkert fyrir hungri.
Ég drakk 4,37 lítra af vatni í dag.

Slitróttur svefn frá 0130-1000

Fastan
2 x svart kaffi

Klukkan 1210
2 spæld egg, 4 litlar og aumingjalegar beikonsneiðar.
Kaffi með tsk rjóma og msk MCT.
Husk töflur, omega3+D-vit, multivit

IMG_20141020_194129Klukkan 1930
Kjúklingalæri, blómkáls…..eitthvað og smjörsteikar strengjabaunir
CLA og husk töflur

 Kvöldsnarl
Nectar prótein í vatni, með rjóma
Magnecium citrate fyrir svefn

Sunnudagur 19. okt

Ég svaf nokkuð heilum svefni frá um kl 0200-0630.  Þá vaknaði ég, fór á klósettið og lagðist aftur, ætlaði EKKI að fara fram úr á þessum tíma !  Náði svo að sofna/vakna/sofna/vakna þar til ég gafst upp um 1030 og fór fram.
Ég drakk 4,3 lítra af vatni í dag.

Fastan
2 x svart kaffi

Klukkan 1240
½ mæliskeið nectar prótein með 1 msk MCT olíu og 1 msk rjóma,
blandað í ca 150 ml af vatni

IMG_20141019_144105

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1445
2 beikon/eggja muffins, smá ruccola
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

 Klukkan 1945
Ostapizza með grænu pestó og tómötum.
Husk töflur

Kvöldsnarl
Smá harðfiskur með smjöri
Magnecium fyrir svefn.