Föstudagur 10. okt

Ekki gekk það eftir að sofa út í morgun…..ég var svosem búin að sofa nóg, langaði bara að vakna sjálf fattiði, ekki vera vakin ;)
Fór í borgina að vesenast aðeins……að vera í borginni á föstudegi….ég hata það !  Fólksmergðin og traffíkin og allir að flýta sér og……….og………gggrrrr……..don’t like it.
Ég drakk 3,8 lítra af vatni í dag.

Svefn frá 2330-0750

Fastan
Eplaedik í vatni, kaffi með rjóma

Klukkan 1010
Nectar með rjóma og MCT olíu
Husk töflur

IMG_20141010_131336Klukkan 1315
Friday’s beikonborgari með eggi + salat
Mínus brauð og franskar.

Klukkan 1740
3 x ostsneiðar, 1 x pepperoniputti

IMG_20141010_194327Klukkan 1945
Morgunmatur að kveldi ;)
Eggjahræra (egg, rjómi, cheddar, graslaukur, vorlaukur, sjávarsalt)
beikon og olíuvelt ruccola saltað með herbamare.
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit
Rassberja mineral á kantinum.

 Kvöldsnarl
Þeyttur rjómi með rassberja mineral útí
Magnecium+calcium fyrir svefn.

Fimmtudagur 9. okt

Ahhh……..fyrsti í vaktafríi :)
Ég ætlaði sko aldeilis að sofa út, en eiginmanninum gekk eitthvað illa að vakna við klukkuna sína.  Ég sef þá bara lengur á morgun :)
Ég drakk 4,3 lítra af vatni í dag.

Svefn 2300-0740

Fastan
Eplaedik í vatni, 2 x kaffi með rjóma

Klukkan 1000
Chia grautur með rjóma
(chia, kókosmjólk, vanilludropar, WF vanillusíróp, rjómi)

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1420
Hvítlauks ostapizza með ruccola
Husk töflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

IMG_20141009_193525

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1930
Beikonvafin kjúklingabringa, fyllt með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti,
olíuborið rucolla.
Husk töflur

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 2200
Avocado súkkulaðimús með þeyttum rjóma
magnecium+calcium fyrir svefn.

Miðvikudagur 8. okt

8. október strax !!  Tíminn er svaaaakalega fljótur að líða, það er BARA 77 dagar til jóla !!
Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi, var alveg útkeyrð eftir daginn, já eða dagana á undan.
Vaknaði í staðinn frekar snemma eða uppúr 5……og frá 0545 þar til klukkan hringdi var ég á dorminu……snúsaði eins og ég komst upp með.
Eiginmaðurinn veikur, gat ekkert borðað í gær, hélt engu niðri og hertók baðherbergið. Spurning hvernig hann nær upp orku þegar maginn þolir ekkert :/
Ég drakk 4,8 lítra af vatni í dag.

Svefn frá 2130-0600 (ca miðað við vöku)

Fastan
Eplaedik í vatni, 2 x kaffi með rjóma

Klukkan 1000
Nectar prótein með msk rjóma

IMG_20141008_115327Klukkan 1200
Það sem er á myndinni er það sem ég ÆTLAÐI að borða……girnilegt ekki satt ?
Kl 7 í morgun var ég að undirbúa þetta……setti ólífuolíu yfir klettasalatið, nokkur korn af sjávarsalti og lokaði vel til að „merinerast“ í olíunni.  Sauð egg sem urðu alveg perfect !
Ekki hörð og ekki fljótandi lin……..svo reyktur lax.
Setti þetta á disk í vinnuni á meðan ég slefaði af tilhlökkun…….mundi svo að ég átti bernaise í ísskápnum og sprautaði yfir.  Tók mynd og settist niður og byrjaði að borða.
Sósan var ónýt !
Hún hafði myglað í brúsanum og ég tók ekki eftir því fyrr en ég smakkaði á þessu :(
Þannig að ég borðaði bara það af laxinum sem ég náði að skola sósuna nægilega vel af.
Jú og 2 Husk hylki.
Þetta var klárlega svekkelsi dagsins.

 Klukkan 1500
Havarti ostur (stór biti, var svöng síðan úr hádegisklúðrinu)
Kaffi með rjóma

 IMG_20141008_193809 (1)Klukkan 1930
Grilluð grísakótiletta, butternut squash og hnúðkálsfranskar, og rjómalöguð sveppasósa
(villisveppaostur, sveppir, nauta og grænmetisteningur, rjómi, vatn og xantan gum)
Husk hylki, CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 2200
Nectar prótein með rjóma
Magnecium+calcium fyrir svefn

Þriðjudagur 7. okt

Vaknaði frekar krumpuð í morgun, hrikalega þreytt eitthvað og asnaleg.  Stefndi allt í svona „allt ómögulegur dagur“ en hann varð nú samt ok :)
Fór snemma að sofa.
Drakk 4,05 lítra af vatni í dag.

Svefn frá 0030-0630

Fastan
Eplaedik í vatni, kaffi með rjóma

Klukkan 0930
Nectar prótein með rjóma

Klukkan 1130 (mötuneyti)
Steiktur fiskur með eggjaósu og grænmeti
(brokkólí, blómkál, gúrka)

 Klukkan 1500
Vænn biti af Havarti osti….mmmmmm svo góður

10009286_10204141523751058_6886642937696670546_nKlukkan 1930
Caprese salad
Trefjatöflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

 Magnecium+calcium fyrir svefn

Mánudagur 6. okt

Þegar ég kom heim af kvöldvakt í gærkvöldi var eiginmaðurinn nýlega kominn heim og hann var búinn að baka beikonaspas handa okkur.  Þannig að um 0030 var ég að japla á svoleiðis :)
Verið roooosalega dugleg að drekka vatn eftir hleðsluna, alla daga reyndar, en sérstaklega eftir hleðslu.  Mæli mikið með þessu appi hérna, Water your body.
Smelltu til að fara beint á það á google play.  Hef ekki fundið þessa útgáfu fyrir iphone, en eflaust hægt að fá svipað.
Maður setur inn að mig minnir kyn, hæð og þyngd og hann minnir þig á með hljóði á klukkutíma fresti.  Einfalt að breyta mælieiningunum sem eru á glösunum….ég mældi hvað glösin mín taka og hvað brúsinn minn tekur og breytti upplýsingunum :)  Ef þú átt android síma, þá mæli ég með að þú skoðir þetta :)
Ég drakk 4,45 lítra af vatni í dag.

Svefn 0115-0730

Fastan
Eplaedik í vatni, kaffi með rjóma

Klukkan 1050
Nectar prótein með rjóma, trefjatöflur

Klukkan 1200
Subway kjúklingasalat + beikon
(ostur, kál, gúrka, paprika, bananapipar, ostasósa, parmesan)

Klukkan 1530
2 x skinkusneiðar, 2 x ostasneiðar, 2 x hangikjötssneiðar
(fundur í vinnunni og ég stóðst sjónvarpskökuna sem var í boði)

Klukkan 1900
Kjúklingur, græn paprika, zucchini og Hlöllasósa
Trefjatöflur, CLA, omega3+D-vit, multivit

Klukkan 2130
Harðfiskur með smjöri

Sunnudagur 5. okt

Ég var pínu þreytt í dag, ætli geti ekki verið að maður sé að jafna sig eftir sjokkið sem fylgdi því að strákurinn lendir í þessum árekstri….eða kannski er það bara útaf hoppinu í vinnunni ;)
Ég drakk 4,35 lítra af vatni.

Svefn frá 0840-1400

Fastan
2 kaffi með rjóma
Eplaedik í vatni

Klukkan 1700
2 harðsoðin egg stöppuð í smjör

Klukkan 1900 (mötuneyti)
1 stór sneið grísasnitsel.
Það kom raspað en ég skóf það af.

Klukkan 2110
5 brasilíuhnetur

Eftir hleðslu 3 færslan

Ég átti asnalega hleðslu í nótt fannst mér, mun pottþétt fresta bara um einn dag næst þegar hleðslan hittir á næturvakt.  Byrjaði hleðslu um kl 2200.
Ég ss fékk mér 2 pylsur með öllu hérna heima og 2 berrassaðar að narta í áður en ég fór að vinna.  Nappaði nokkrum brjóstsykrum frá syni mínum, og 2 bingókúlum.  Tók svo með mér lítill bugles poka sem ég átti, lítinn poka af tvix mix, toffee crisp, síríus súkkulaði með rúsínum og stjörnupopp !
tm2Maulaði á þessu fram að ca kl 0300, nema ég kláraði ekki poppið og fannst súkkulaðið vera farið að flæða útum eyrun á mér.
Svo restina af vaktinni var ég aaaaaaaaaaaaaaðððððððððððððððð sofna !!  Eða eins og elsti sonur minn orðaði það svo pent að ég hefði örugglega lent í sykurniðurfalli ! :)

Kom svo heim í morgun, fékk mér nectar í vatni án rjóma og fór að sofa.
Vaknaði kl 1400 og er að fara að vinna aftur og stórsé eftir að hafa ekki bara frestað hleðslunni þar til í dag á kvöldvaktinni.
Ekki þunn samt…….ekki ennþá amk :)

En er strax komin með drög að næstu hleðslu……..graflax með graflaxsósu skal sko verða etinn þá ;)

Laugardagur 4. okt – HLEÐSLA

scale2
Á laugardagsmorgnum er vigtin…..viðmiðið sem maður festist í að miða allt við.  Ég fór í mælingu í sl viku og mun gera það aftur eftir 3 vikur :)
Mín tala fór niður um 700 gr þessa vikuna og eiginmaðurinn stóð í stað frá síðustu vigtun.

Ég ákvað að fresta hleðslunni aðeins þar sem ég er á næturvakt.  Vildi ekki hlaða og mæta svo í vinnu og vera sloj…..Þannig að ég byrja hleðsluna um kl 22:30 áður en ég þarf að fara að vinna :)

Fastaði í morgun, fékk mér 1 kaffi, annan með rjóma og hinn með kókosolíu.
Fékk mér svo chia graut sem morgunmat (smjör, chia, rjómi, egg, kanill)
Hvítlaukspizzu sem síðbúinn hádegismat.
Lagði mig svo seinnipartinn fyrir vaktina, og borðaði ekkert fyrr en við hleðslu um kvöldið, var bara eitthvað lystarlaus.

SPENNTU BELTIÐ !!

Ég ætlaði mér aldrei að nota þetta bloggsvæði sem eitthvað annað en það sem snéri að mataræðinu og líðanina á því.  En óhjákvæmilega gerast hlutir sem hafa áhrif á þá líðan og geta auðveldlega hent allri staðfestu útum gluggann.

Í gærkvöldi var hringt í mig af bráðamóttökunni í Fossvogi, 17 ára sonur minn og vinir hans, lentu í árekstri, þegar þeir voru að koma úr paintball á leiðinni að fá sér að borða.
Hann var eitthvað lemstraður en hinir sem betur fer nokkuð heilir, og ég spændi af stað. Hringdi í vinnuna og þar var mér reddað næturvaktinni (ég á dásamlega samstarfsmenn).

Þegar ég kom í Fossvog voru 2 strákanna farnir heim með pabba annars þeirra, og aðrir 2 biðu ásamt mömmu eins þeirra eftir að ég kæmi.  Mikið afskaplega fannst mér það fallegt, að sonur minn væri ekki skilinn einn eftir.  Hann var í skoðun og niðurstaðan var að hann hafði tognað í mjóbaki og mætti eiga í því í soldinn tíma, hann var með hausverk þar sem hann skall upp í loftið og svo í hliðarrúðuna (hann sat ss fyrir aftan bílstjórann) hann svimaði eitthvað og þurfti að fá friðarpípu (hann er með astma).
Hann auðvitað skalf eins og lauf í vindi.
Þeir voru allir í belti, en báðir bílarnir voru dregnir í burtu.
Sjá frétt á mbl

Við stoppuðum á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði áður en við fórum brautina heim, þar sem þeir lenda í þessu áður en þeir náðu að komast á staðinn til að borða og hann var svangur.  Þarna var púlsinn hjá mér farinn að fara aðeins niður…….en mikið svakalega sem það var erfitt að fylla ekki alla vasa af sælgæti eða fá mér pylsu eins og hann gerði !  Ekki bjóst ég við þessu !  Þetta bara helltist yfir mig á meðan við stóðum þarna……löngunin í nammi til að „hugga mig“.  Ég gerði það samt ekki, fékk mér bláan kristal og beit á jaxlinn.

Á leiðinni heim stóð honum efst í huga þakklæti fyrir að ekki fórr verr, og óendanlegt þakklæti fyrir að hafa verið í belti.
Þessi litla athöfn að teygja sig í beltið, draga það yfir líkamann og festa það !

stock-footage-seat-belt-buckle-up

Föstudagur 3. okt

Þessi margumtalaða helgi er handan við hólinn og nálgast eins og óð fluga……kannski ertu að fara í helgarfrí ?  Ekki ég, ég byrja vinnusyrpu í nótt :)  Sem þýðir að ég dett nánast beint inní hleðslu eftir svefn á morgun ;)
Ég drakk 3,6 lítra af vatni í dag + ½ líter bláan kristal

Svefn frá 2330-0720

Fastan
2 kaffi, einn með rjóma og hinn með kókosolíu

Klukkan 1020
Nectar prótein með MCT olíu, msk af HUSK og rjóma

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1245
Ostapizza með ruccola :)
CLA, omega3+D-vit, multivit

Svefn frá 1630-1830 (fyrir næturvakt)

Klukkan 1945
Lambalæri með bernaise og fersku salati
Mineral í vatn með

 Klukkan 2300
2 súkkulaðimolar (smelltu fyrir uppskrift)
magnecium+calcium fyrir svefn