Vigtin segir ekki allt

scale-and-measuring-tape
Ég er rosalega gjörn á að hengja mig í töluna á vigtinni.  Og er eflaust ekkert ein um það, þyngd er einhvern veginn ósjálfráður mælikvarði fyrir mig hvort ég upplifi mig feita eða ekki.  Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er „of þung“, ég sé það á líkamanum og svo er þessi tala á vigtinni að flækjast fyrir mér ;)

Þegar maður er að æfa, lyfta, þá er glatað að vera fastur í tölunni á vigtinni án þess að gera sér grein fyrir því að vöðvar eru þyngri en fita !  Þú getur djöflast á lóðunum eins og enginn sé morgundagurinn, séð þig minnka, en kílóin hreyfast lítið niður á við og fyrir suma er það ekki að gera sig, þeir gefast upp.  Það er ekkert leyndarmál að fita er umfangsmeiri en vöðvar, en það vill gleymast ;)
Ef þú gleymir þér, mundu þá þessa mynd:
Fat-vs-Muscles

Þetta er svolítil sjónhverfing, hvernig maður sér fólk og hvort maður sér það í góðu formi.
Þú getur sett fullt af fólki  hlið við hlið, mismunandi í hæð og líkamslögun, mismunandi fitu og vöðvahlutfall, en allir eru í sömu þyngd.
Allar þessar konur eru sagðar vera 154 pund sem er rétt innan við 70 kg (69,8)
BIAf7e_CAAEVywb

Þegar ég byrjaði hreinsunina fyrir 7 dögum síðan, þá bæði vigtaði ég mig og mældi mig með málbandi.  Ég ætla að gera mitt besta til að MUNA að vigtin segir ekki allt, hlusta betur á líkamann, og gefa mér tíma !  Ég bætti þessu ekki á mig á viku og get ekki ætlast til að losna við fituna á korteri ;)
Ég á pottþétt eftir að gera einhver mistök, ég legg ekki upp með það að mistakast, en geri mér grein fyrir að ég er bara mennsk :)
Vigtin segir þér einungis hvernig samband þitt við þyngdarafl jarðar er. Segir ekkert um vellíðan, ummál, hreysti, styrk, fitu% osfrv.
Að miða vellíðan sína við tölu á vigt er bilun… sem við öll lendum í á einhverju tímabili :)

Gefðu þér tíma, góðir hlutir gerast hægt :)
Þú ert þess virði !

9366_793144380702789_1445814243_n[1]

 

Dagur 6 í hreinsun

….og hleðslan nálgast eins og óð fluga !
I spoke to soon í gær þegar ég sagðist ekki fá hausverk eins og eiginmaðurinn……ég vaknaði með einn hressilegan !  En held að það sé frekar af svefnleysi en af breytingu á mataræði.  Ég fór líka út í þetta bloggdæmi til að halda utan um reynsluna af þessu, bæði fyrir mig og kannski ef það gæti komið öðrum af stað eða verið stuðningur fyrir aðra.  Þess vegna verð ég að setja allt hérna, líka það sem mér finnst ekki svo spennandi lesning fyrir
ykkur ;)  Í gær og í fyrradag var ég með óþægindi í maganum, ekki illt en svona pílur, og…….ja ég ég skal bara orða það svo að ég þorði ekki að prumpa öðruvísi en á klósettinu !  Ég var ekki viss hvort þetta væri einhvað útaf breyttu mataræði (viðbrögð kerfisins við aukinni fitu osfrv) eða hvort ég væri hreinlega að fá einhverja pest.  Þannig að ég spurði Sibbu og hún ráðlagði mér að minnka MCT olíuna (tók 1 msk en minnka í 1 tsk) og magnecium-ið (skammturinn var 3 töflur en ég minnka í 1)  Þannig að…..ef þið upplifið eitthvað álíka, farið þá rólegar í inntöku svona, ef þið takið það á annað borð.  Þetta gæti líka hreinlega verið útaf kaffinu sem ég hef ekki drukkið fram að þessu.  Eiginmaðurinn er ekki að finna fyrir svona, en hann er líka svelgur á kaffi og er ekki að taka magnecium eða MCT.

Eníweys……..talandi um brainfart !  Ég var að fá mér kaffi í morgun, svo horfi ég á bununa úr vélinni (Senseo) og var eins og í slow motion mynd að kveikja á því að ég gleymdi að setja bollann undir til að taka við kaffinu !!!  Þannig að…..gleymin og slow í dag ;)
Það er allt í góðu, ég er ljóshærð og get eflaust komist upp með það ;)

Ég verð líka að koma því að ég var hrikalega dugleg í dag að eigin mati.  Í vinnunni minni er slökkvilið og ég telst til þess og í dag var æfing.  Eftir æfinguna var kaffi og meððí í mötuneytinu, alls konar brauð, svínarúllupylsa, ostur, gúrka og tómatar, og hjónabandssæla !  Ég er ekki svakaleg kökukelling en hjónabandssæla með ískaldri mjólk er æði.  En duglega ég rúllaði upp osti með rúllupylsu og gúrku !

Svona var dagurinn:

Klukkan 0030 (fyrir svefn)
1 magncium+calsium

Svefn frá kl 0045-0700

Klukkan 0730
½ líter af vatni, kaffibolli með 1 tsk MCT olíu.

Klukkan 1000
Kotasæluhusklummur, með osti og spægipylsu, og slummu af Hlöllasósu.
½ líter af vatni.

Klukkan 1200 (fyrir slökkviliðsæfingu)
1 eggjamúffa (í henni var skinka og vorlaukur), beikon og 700 ml vatn.
CLA, omega3+D-vit, multivit

Klukkan 1530 (eftir slökkviliðsæfingu)
3 svínarúllupylsur, 4 ostsneiðar, 2 tómatsneiðar og nokkrar gúrkusneiðar.
½ kaffibolli (þetta var ekki gott kaffi)

IMG_20140916_200919 Klukkan 2020 (kvöldvakt)
Pörusteik með salati og bernaise, 800 ml vatn.

Einhvers staðar þarna inná milli drakk ég 2 kaffibolla með kaffirjóma.

Dagur 5 í hreinsun

Þetta líður, hreinsunin hálfnuð :)  Þetta er ekkert mál, skil ekki af hverju ég var ekki löngu búin að taka þetta upp :)  Eiginmanninum gengur líka vel, hann er leigubílsstjóri og er rosalega duglegur að taka með sér nesti og sendir sms í tíma og ótíma til að ath hvort þetta eða hitt sé í lagi :)  Þannig að hann er að gefa sig í þetta líka :)
Hann hefur verið að díla við hausverki þannig að ég sagði honum að prófa að auka vatnið og fá sér einn sterkan kaffi og sjá hvað það myndi gera.  Ég er að upplifa pínu
brainfart…..ætla að gera eitthvað/sækja eitthvað, sný mér við og man ekki baun.  Engir hausverkir hjá mér samt :)  En þetta er víst eðlilegt, þegar líkaminn er að upplifa breytingu á orkuforða þá getur fólk upplifað svona alls konar……lightheaded, gleyminn, hausverk….þetta gengur yfir :)

Ég var á hoppi í vinnunni í dag (næturvakt og svo kvöldvakt 8 tímum seinna) þannig að svefninn er allur úr lagi.

Þetta fór ofan í mig:

Klukkan 0030 (Næturvakt)
Kaffi með kaffirjóma

20140915_013646
Klukkan 0200 (Næturvakt)

Kindakæfubiti, 3 spægipylsusneiðar rúllaðar upp í ost, kaffi með kaffirjóma

Klukkan 0730 (rétt í lok næturvaktar)
Nectar prótein með jarðarberja og kiwi bragði…..
Ekki eins hrifin af því og því sem ég hef smakkað.

Morgunmatur_meistaranna__Klukkan 0830
Gat ekki neitað eiginmanninum um að smakka á morgunmatnum sem hann brasaði handa mér þegar ég kom heim af næturvakt…..borðaði beikonið og ¼ af ommilettunni (var með ½ á diskinum)
Magnesium+calcium

Svaf frá 0915-1330

Klukkan 1430
Kaffi með MCT olíu

 Klukkan 1730 (kvöldvakt)
½ gúrka með laxa og ræjusalati frá Sóma.
Ætlaði að fá mér kaffi en kaffivélin í vinnunni er biluð :(
Ætlaði heldur ekki að láta líða 4 tíma í „föstunni“….hafði ekki tíma fyrr til að borða.

20140915_201742
Klukkan 2030 (kvöldvakt)

Kjötafgangur af lærinu síðan í gær, hráir hnúðkálsstrimlar, smá paprika og bernaise yfir.
CLA, omega3+D-vít, multivit
Kaffibolli með kaffirjóma (já ég lagaði sko kaffivélina !)

Klukkan 2230 (kvöldvakt)
Kindakæfubiti, 1 harðsoðið egg

Drakk ½ líter af blönduðum mineral drykk og um 2 lítra af vatni.

Dagur 4 í hreinsun

Hann byrjar á næturvakt eftir lítinn svefn ;)  EN….kaffið kemur mér langa leið, hvern hefði grunað að gamla færi að taka uppá því að drekka kaffi ??  Margir myndu segja núna að ég væri loksins orðin fullorðin :)
Þetta gengur ágætlega so far, engar „aukaverkanir“ ennþá enda kannski
komin heldur stutt inní þetta :)

Svona leit þetta út:

Klukkan 0030 (Næturvakt)
Kaffi með kaffirjóma, annar einhverju síðar

Klukkan 0200 (Næturvakt)
Afgangur af kjúklingapastanu síðan í gærkvöldi

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
15 gr Nectar með smá rjóma, magnesium+calcium

Svefn frá 0915-1200
(alltof lítið en á það til að vera svona eftir næturvakt)

Klukkan 1230
Kaffi með rjóma+ 1 msk MCT olía

2014-09-14 15.34.35Klukkan 1545
½ agúrka með laxa-og rækjusalati frá Sóma, kaffi með karamellustevíu og rjóma

Namm nammm.......

Namm nammm…….

Klukkan 1900
Ofnsteikt lambalæri, með hnúðkálsfrönskum, piparostarjómasósu og smjörsteiktu rósakáli….ommmmmm
CLA, ómega3+D-vít, multivít.

Lagði mig svo frá kl 2015-2215 fyrir næturvakt.

Vökvainntakann hefði mátt vera meiri í dag.

Dagur 3 í hreinsun

…og hann byrjaði á aukavakt, þannig að þessi dagur varð skrítinn í matar og svefntíma, þar sem ég á næturvakt í nótt.

Svaf sl nótt frá kl 0030-0630

Klukkan 0645
Kaffi með rjóma, msk af MCT olíu

Klukkan 1000
Harðfiskur með smjöri

Klukkan 1330
Afgangurinn af Eggjahakkréttinum, uþb 2 sneiðar.

Eggjamúffur

Smelltu fyrir aðferð

Klukkan 1815
Smá kæfubiti, ein eggjamúffa og slatti af beikoni
(mér finnst beikon svaaaakalega gott)

Lagði mig svo fyrir næturvakt frá 1900-2215
Mun því ekkert borða fram að miðnætti til að vera viss um að trufla ekki cortisolið ;)
(cortisol er hormón sem elskar að setja fitu á kviðsvæðið, þetta hormón er í hámarki 30 mín eftir að maður vaknar en er fallið um 2-3 klst eftir að maður vaknar.  Cortisol dregur líka úr meltingargetu.  Því er þessi „fasta“ í 2-3 tíma eftir að maður vaknar, til að cortisolið fái ekkert til að næra sig á )

Ég stóð mig ágætlega í vatninu í dag, en gleymdi að taka öll vítamín :/
Drakk einn kaffi í vinnunni með kaffirjóma.
Hann er ööörlítið ríkari í kolvetnum en venjulegur rjómi, en það hentar betur í vinnunni að vera með svona litlar ferðapakkningar.
237_3D

Mineral drykkur…..nýtt uppáhalds :)

Verð bara að segja ykkur….ef þið eigið ekki svona brúsa…..með einhverri bragðtegund….þá endilega útvegið ykkur hann !  Blandað útí vatn eða kolsýrt vatn (kristall með öllum bragðtegunum ok, bara ekki Kristall Plús) er algjört sælgæti :) :)
Mitt uppáhalds (kannski af því ég hef ekki smakkað aðra tegund hahaha) er
Raspberry (hindberja) mineral (eða rassberja eins og hann er kallaður hér) í bláan kristal :)  Ommmnommmmm……..

IMG_20140913_130017

Mæli með að þið kíkið á Bodybuilder.is á Facebook og fylgist með tilboðunum hjá þeim.  Þeir ljúka á morgun (sunnudag) viku 2 af 14 þar sem alltaf er nýtt bragð sem bragð vikunnar og á frábæru verði :) :)  Plús að þeir senda þetta frítt heim !!
Toppaðu það ! :D
Tékkaðu á þessu :)

Low-Carb-Mineral-Drink_500

Dagur 2 í hreinsun

Gærdagurinn gekk bara ágætlega :)  Kjúklingasalatið sem ég var með í gærkvöldi var æðislega gott, ég bjóst við að það yrði einhver afgangur fyrir húsbandið svo hann gæti smakkað líka (hann var ss að vinna á matartímanum) en neinei…..þetta dugði fyrir mig og 2 syni mína.  Sá þriðji er afskaplega lítil kjötæta og
vildi ekki salat.

Dagurinn í dag leit svona út:

Svefn frá kl 2300-0730

Klukkan 0745
Kaffi með rjómaslettu

Klukkan 0900
Kaffi með MCT olíu

shot_1410515378724

Smella fyrir uppskrift

Klukkan 1000
Kotasælu og husk lummur + hálfur líter mineral drykkur

Klukkan 1330
2 sneiðar af Eggjahakkrétti og örlítið af Hlöllasósu með.

20140912_171212
Klukkan 1700
Var í Kringlunni og fékk mér bernaiseborgara + beikon og gúrka.
Mínus brauð, franskar og gos.  Skemmtilegur svipur sem ég fékk frá stráknum í afgreiðslunni :)

shot_1410553968447

Smelltu fyrir uppskrift


Klukkan 2045

Kjúklinga Fettuccine með rjómaostasósu

Klukkan 2330
15 gr nectar með ögn af rjóma
magnesium+kalk

Ég drakk svo ½ líter af bláum kristal með mineral útí (rasspberry) og meira af vatni heldur en í gær :)

Dagur 1 í hreinsun

Er búin að bíða spennt eftir þessum degi :)  Er ss í dag formlega byrjuð í hreinsun :)  Fór með húsbandinu á fyrirlestur hjá Sibbu og Edda í Fitness Sport á þriðjudaginn og það var mjög fróðlegt.  Hvernig getur það klikkað, þegar maður má borða fullt fullt af góðu ?  Sósurnar og beikonið og mæjónesan og…..og……. !!

Ef maður klúðrar þessu þá er maður asni !  Er sem betur fer ekki mikil kökukerling og nammið get ég alveg látið eiga sig…..yfirleitt ;)
Húsbandið ætlar líka í hreinsun, hann steig á vigtina í morgun áður en hann rauk út, og ég heyrði bara „andskotinn“ þegar hann hröklaðist af henni hahaha :)  Hann sá tölu sem hann hefur aldrei séð….og svo fylgdi í kjölfarið „ef það er ekki komin tími til að hætta að éta eins og svín !“  Hann gæti lifað á mæjó og kaffi……en það fylgir því yfirleitt brauð, þannig að það verður áskorun fyrir hann :)

Nóg um það, sl nótt svaf ég frá kl 0030-0710.  Þetta fór í vömbina í dag:

Klukkan 0730
Kaffibolli með skvettu af rjóma

 Klukkan 1000
20 gr wild grape nectar með dass af rjóma
eeeelska bragðið af þessum nectar

 Klukkan 1230
4-5 bacon sneiðar
CLA, multi vít og omega3+d-vít

Klukkan 1400
Misheppnað oopsies á meðan ég bakaði annað

Klukkan 1430
2 litlar oopsies með smjöri, skinku og osti og 1 brúsi mineral drykkur (800 ml)

Klukkan 1700
4 litlar og aumingjalegar beikon sneiðar
(Var að steikja fyrir kvöldmatinn)

Smella fyrir uppskrift

Smella fyrir uppskrift

Klukkan 1900
Kjúklingasalat með beikoni og avocado, og MCT olía (gleymdi henni í hádeginu)

 Klukkan 2115
skyr.is með vanillu og rjómi útá

Magnesium fyrir svefninn.

Var ekki nógu dugleg í vatninu í dag, verð að laga það.

Reset…

Jæja þá byrjar fjörið :)
Ég steig ss ekkert á vigtina síðan á sunnudaginn og borðaði allt sem mig langaði í.  Fór td í bíó í gærkvöldi og þar var popp og kók og fyrir bíó var pizza á Pizza Hut !
Hélt samt í að fá mér ekkert strax á morgnanna…..er farin að drekka kaffi daglega (hvern hefði grunað það ?!) og er búin að éta slatta af kolvetnum síðan á sun.
Munurinn á vigtinni á þessum dögum var slétt kíló upp.  1 kg þyngri í dag en á sunnudaginn.
Ég endurstillti teljarann hérna til hliðar miðað við töluna í morgun :)  Hana mun ég miða við :)

Snarl…..

….æjj ég veit ég ætlaði ekkert að skrifa fyrr en á fimmtudag, en ég verð að sýna snakkið sem ég gerði í gærkvöldi…hriiiiiikalega gott :)
Næst þegar þetta verður gert, þá verður það þegar strákarnir eru í skólanum, svo ég fái þetta í friði hahahaha :)

Smelltu fyrir aðferð

Smelltu fyrir aðferð