Fimmtudagur 2. okt

Ég rétt marði það í gærkvöldi að hunskast í rúmið fyrir miðnætti ;)
Vatnsdykkjan var í 3,9 lítrum + ½ líter kristall

Svefn 2350-0700

Í föstunni:
1 kaffi með rjómaslettu

Klukkan 0945
Nectar prótein með rjóma og MCT olíu

IMG_20141002_120839

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1215
Avocado egg
CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 1500
2 ostsneiðar með beikonsmurosti
Kaffi með ½ tsk kókosolíu

IMG_20141002_193015
Klukkan 1930
Hakk og „spaghetti“ gert úr zucchini :)

IMG_20141002_194634
Ruccola, 1 og ½ kirsuberjatómatur, feta ostur.
Hvítlauksbrauð (smelltu fyrir uppskrift)
Útí hakkið setti ég þessa sósu, hún var frekar kolvetnalétt,
miðað við margar aðrar í hillunni.
Keypti hana í Bónus

Smelltu fyrir aðferð

Smelltu fyrir aðferð

Klukkan 2200
2 beikon vafðir aspasstönglar
½ líter blár kristall með mineral útí
magnecium+calcium fyrir svefn

Miðvikudagur 1. okt

767689Október hefur undanfarin ár markað Meistaramánuð hjá mörgum, en október er líka tileinkaður Bleiku slaufunni, sem er fjáröflunarleið og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, til að berjast gegn krabbameinum hjá konum.
Eiginmaðurinn færði mér Bleiku slaufuna áður en ég fór að vinna í gærkvöldi, og er það fastur liður í upphafi október :)
Hafandi misst legið vegna frumubreytinga, þá skiptir þetta mig máli, og til að sýna þessu frekari stuðning mun þessi fallegi bleiki borði sem er efst á síðunni fylgja blogginu allan október :)  Ég hvet ÞIG til að panta tíma í krabbameinsskoðun, ef þú hefur ekki farið nýlega, þetta er eitthvað sem Á að sinna.

Dagurinn varð frekaður horaður í mat…..svaf til 1430, hunskaðist ekki framúr fyrr en 1530, var ekki orðin svöng þegar ég fór í búðina að versla fyrir kvöldmatinn og ílengdist þar auðvitað útaf mánaðarmótunum……allir í Bónus !  Þannig að ég borðaði ekkert fram að kvöldmat.
Ég drakk 3,3 lítra af vatni í dag

Næturvakt
2 kaffi með rjóma

Klukkan 0245
Harðfiskur með smjöri

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
Nectar prótein með rjóma og MCT olíu
Magnecium+calcium

 Svefn frá 0930-1430

Klukkan 1530
Kaffi með rjóma

IMG_20141001_200734

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 2000
Fiskiklattar með blómkálsmús (blómkál, smjör, vorlaukur, krydd)
og mæjónes/sýrður sósu kryddaða með:
Svörtum pipar, aromat, sjávarréttakryddi og laukdufti.
CLA, omega3+D-vit, multivit
20141001_195527

Klukkan 2245
Blómkálspopp

Meistaramánuður og markmiðin mín

2014-10-01 00.35.48
Meistaramánuður hófst í dag, settir þú þér markmið ?  Þegar ég mætti á aukavaktina í nótt þá skráði ég mig og hugsaði um hvaða markmið ég ætti að setja mér.  Ég tók þátt í þessu í fyrra, setti einhver voðalega háleit markmið, og stóðst þau auðvitað ekkert.  Ég held ég hafi ekkert almennilega skilið þetta þá.  Tilganginn þeas.  Skilningurinn sem ég set í þetta núna er að ég ætla að setja mér markmið í að bæta ákveðna hluti, eða að klára einhverja hluti sem hafa setið á hakanum.  Breyta misgóðum venjum yfir í betri siði :)  Gera þetta algjörlega á eigin forsendum :)

Það sem ég ætla mér að gera er:

  • Ég ætla að halda áfram að tileinka mér Carb Nite lífsstílinn, og fylgja honum.
  • Ég ætla að ná amk 7 tíma svefni þá daga sem ég er ekki í vinnusyrpu og stefna á að vera farin að sofa fyrir miðnætti (nema ef ég á frí um helgi þá fer ég líklegast seinna að sofa)
  • Ég ætla að lesa amk eina bók á kvöldin í stað þess að hanga í tölvunni.
  • Ég ætla að klára jólagjöfina fyrir lítinn frænda minn, sem ég byrjaði á í mars !!!
  • Ég ætla að fara í yoga tíma í Sporthúsinu.
  • Ég ætla að drekka vatnsmagnið sem appið setur mér fyrir á hverjum degi.
    (amk 2,7 lítar á dag)
  • Ég ætla að fara í gegnum &%$/ forstofuskápinn og hreinsa þar út
    (maaaaaaaargfrestað verkefni)
  • Ég ætla að halda áfram að blogga hérna á hverjum degi og verða vonandi einhverjum þarna úti góður innblástur í að skoða CN :)

Ég held að þetta sé bara komið :)  Ég er sátt við þessi markmið :)

 

Þriðjudagur 30. sept

….og dagurinn byrjar í vinnunni þegar ég á að vera í fríi…..
aukavaktir eru af hinu góða (amk fyrir launaumslagið hehe)
Ca einu sinni á önn er sofið yfir sig heima hjá mér…….þetta einu sinni á þessari önn var í morgun !  Þegar ég kom heim kl 0830 voru allir sofandi…..þannig að það var rokið til og allir reknir framúr á öðru hundraðinu og syfjan mín eiginlega hvarf við þennan æsing :/
Þurfti nú samt að leggja mig aðeins því ég átti tíma í ummálsmælingu kl 12.  Náði að kúra í 1 og ½ tíma fyrir mælinguna.  Svo náði ég öðrum 2 tímum áður en ég þurfti að vakna…ég var að fara á bíóstefnumót með yngsta syni mínum (8 ára) :)
Bíópopp er eitt af því besta poppi sem ég veit um…..og að fá mér ekkert var hriiiiiiikalega erfitt !  Hann fékk popp og kók og ég sat með ½ líter af vatni !
Ég drakk 3,3 lítra af vatni í dag.

Næturvakt
3 kaffi með rjóma

Klukkan 0245
Harðfiskur með smjöri

Klukkan 0840
Nectar prótein með rjómaslettu
Magnecium+calcium

Aspassúpa

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 1300
Rjómalöguð aspassúpa……hefði nægt hálfur skammtur
CLA, omega3+D-vit, multivit

 Svefn frá klukkan 1400-1600 (vúbbídú)

IMG_20140930_165405Klukkan 1700
2 skinkusneiðar rúllaðar upp með 2 ostsneiðum,
3 flísar af rauðri papriku

IMG_20140930_202144Klukkan 2020
Egg og beikon :)

Mánudagur 29. sept

Frí í dag…….og hvað geri ég ?  Vakna klukkan 0730 !  Eiginmaðurinn fór að vinna í morgun og kom strákunum á lappir og í skólann, þannig að ég „þurfti“ ekkert að vakna svona snemma :/
En ég nýtti daginn vel, í dag var ég bara stútfull af orku og spændi hérna um íbúðina og tók skápa og skúffur í gegn, fór með helling af fötum í Rauða Krossinn……er hætt að hanga á flíkum sem ég passa ekki í, sama hvort þau eru of lítil eða stór.  Úr skápnum fóru þau !
Drakk 3,6 lítra af vatni í dag, og náði að leggja mig í tæpa 2 tíma fyrir næturvaktina sem ég tek auka í nótt.

Svefn frá 2300-0730

Vökvi í föstunni
2 kaffi með kókosolíu (eiginmaðurinn kláraði rjómann!)

Klukkan 1000
15 gr Nectar protein í vatn með 1 msk af MCT olíu
(aftur enginn rjómi þar sem hann dreif sig ekki í búðina að kaupa nýjan rjóma ;) )

IMG_20140929_125515

Smelltu fyrir uppskrift

 Klukkan 1300
Pönnupizza með tómatpestó og beikoni :)
CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 1900
Afgangur frá kvöldmatnum í gær
(hryggur, rósakál, blómkál og brokkolí í sósu)

Sunnudagur 28. sept

Ný vika, ný tækifæri :)  Minna þunn í dag en sl sunnudag, vaknaði amk sprækari og leið ekki eins asnalega :)
Seinni dagvakt í dag og lok vaktasyrpunnar !
Myndi segja VÚHÚ 5 daga frí framundan ef ég hefði ekki tekið á mig
2 aukavaktir í fríinu ;)
Heildar vatnsneyslan í dag varð 3,5 lítrar

Svefn frá kl 2300-0640

Vökvi í föstunni:
2 kaffi með kaffirjóma

Klukkan 1000
½ lítil dós vanillu skyr.is
Átti ekki rjóma í vinnunni svo ég hrærði ½ tsk af
hnetusmjöri samanvið…….mjög spes.

Klukkan 12 (mötuneyti)
Á sunnudögum er „sparimatur“ og ís í eftirrétt, og enginn salatbar.
Í dag voru raspaðar grísasneiðar, kartöflugratín, sósa, rauðkál og grænar baunir.
Hún átti lambasneiðar með kryddjurtum þannig að ég fékk mér 2 svoleiðis og um 2 msk af sósu.  Ég varð að hafa eitthvað með, ekki bara þurrt kjöt.
Ekkert af meðlætinu og enginn ís.
CLA, omega3+D-vit, multivit.

Klukkan 1600
2 harðsoðin egg, kaffi um kl 17 með MCT olíu

IMG_20140928_190455Klukkan 1900
Lambahryggur (kryddaður með season all og húnagulli), smjörsteikt rósakál, brokkolí og blómkálsstappa, salat með fetaosti
og sósa (soð, rjómi, smjörsteiktir sveppir, sveppasmurostur og smá xanthan gum til að þykkja)
Eiginmaðurinn er eðal kokkur :)

Smelltu fyrir uppskrift

Smelltu fyrir uppskrift

Klukkan 2200
Heitur chiagrautur með smjöri og rjóma :)
Magnecium+calcium fyrir svefn.

Eftir hleðslu 2 færslan

Vitiði…..að eins og mig hlakkar til hleðslunnar, þá þegar líður á hana get ég ekki beðið eftir að henni ljúki !  Fyrsti molinn voðalega góður og sá næsti líka og eitthvað áleiðis ofan í nammipokann…..en svo verð ég bara dösuð og sloj.  Við hjónin vorum búin að ákveða að hegða okkur öðruvísi þessa hleðsluna heldur en hina…..nota meiri mat til að hlaða.
Það fór ekki alveg svo.
Á okkar heimili er það þannig að sá sem á afmæli ræður hvað er í matinn.  Elsti sonurinn varð 17 ára á fimmtudaginn og hann vildi fresta afmælismatnum fram að helgi svo við gætum líka fengið okkur (fallega hugsað hjá honum)
Þannig að í stað þess að hafa grillmatinn sem við vorum búin að plana, með bökuðum kartöflum og grjónum og allskonar, þá vildi hann beikonburger !

Hleðslan mín fór ss þannig fram að eftir vinnu fór ég í búðina og keypti bland í poka (til að ná insúlíninu hratt upp) og kleinuhring,  stakk mér ofan í nammipokann á leiðinni heim…..borðaði kleinuhringinn með kaffi og fékk mér aðeins meira nammi……
og sofnaði svo !
Steinrotaðist á sófanum í svona 1 ½ tíma !  Sykursjokk ?  Maður spyr sig ;)
IMG_20140927_195242
Þegar ég ranka við mér er eiginmaðurinn að grilla heimagerða burgera, alvöru flykki með cheddar osti ofan á og beikon og alls konar grænmeti.  Elsti sendur í sjoppuna eftir frönskum og svo var etið.  Ég fékk mér bara botninn af brauðinu, slatta af alls konar, franskar, tómatssósu og 1 kókglas.  Gat ekki klárað af disknum.

admit it
Hlammaði mér í sófann og fékk mér svo síðar um kvöldið 2 litla Bugles poka sem ég gleymdi að borða síðustu helgi
(keypti ss 4 trítla poka í Kosti sl helgi og gleymdi þeim…hver poki er 25 gr)

<———-Rétt upp hönd ef þú hefur einhvern tímann gert svona með bugles  :)

*  HÖND *

Kláraði svo það litla sem var eftir í nammipokanum
(þetta var ekki stór poki, svona miðað við hérna áður fyrr)
Fékk mér svo nectar protein (án rjóma) og magnecium fyrir svefn, lagðist útaf og stundi…..“Mikið rosalega er ég fegin að þetta er búið!“

Ég er ekki ennþá búin að fá mér poppið sem ég er búin að plana að borða síðan ég byrjaði hreinsunina, og ekki heldur pylsu með öllu !
Kannski næst ;)

Laugardagur 27. sept – HLEÐSLA

scale-frustration
Jæja já…..steig á vigtina þegar ég vaknaði í morgun og var 400 gr þyngri heldur en fyrir viku síðan.  Hvað var öðruvísi í þessari viku ?  Jú…..vinnusyrpa, og skertur svefn og ekki næg vatnsdrykkja…..ég veit alveg uppá mig skömmina.

Flestar konur lenda í einhverri þyngdaraukningu í kringum blæðingar, og ég lendi í því líka……fyrir utan að hafa ekki blæðingar ;)  Legið er ss farið en hormónabúskapurinn er þarna ennþá því eggjastokkarnir voru ekki teknir.
Þannig að kannski er „sá tími mánaðarins“

Mér finnst þetta súrt, en ætla ekki að láta þennan járnklump stjórna mér, ætla að vinna minn vinnudag og taka mína hleðslu að honum loknum og halda svo bara áfram :)

Eiginmaðurinn sá 900 gr minna en í síðustu vigtun :)  Þá er hann kominn yfir 3 kg frá byrjun :)

i_won__t_give_up_by_insaneymaney-d5dqbvu

Eins og síðasta hleðsludag mun ég ekki skrá nákvæmlega niður það sem ég borða, en ég held mig samt alveg á strikinu :)

Föstudagur 26. sept

Ahhh…..það er gott að ná upp svefninum :)  Seinni kvöldvakt í dag þannig að ég gat „sofið út“ í morgun.  Önnur hleðsla á morgun og við eiginmaðurinn vorum búin að ræða að tækla hana öðruvísi en síðast, nota meira af kolvetnaríkum mat frekar en að detta í nammipokann.  Ég mældi mig í upphafi, en held að ég hafi eitthvað klúðrað því, þannig að ég er búin að senda póst á þjálfara í Sporthúsinu um að mæta bara til hennar í professional mælingu ;)
Þarf að auka trefjainntökuna hjá mér……ég gleymi oft að taka Huskið og það veldur bara stíflu :/  Þannig að…….ekki gleyma huskinu :)  Ætla líka að prófa að auka magnecium :)
OG vatnið, fékk mér app í símann sem minnir mig á að drekka vatn ;)
Ég drakk 3,6 lítra af vatni í dag.

Svefn frá klukkan 0100-1000 (magnesium fyrir svefn)

Frá klukkan 1000-1400
3 kaffibollar, 1 með rjóma, 1 með ½ tsk af kókosolíu, 1 með tsk afMCT olíu

 Klukkan 1415
Kotasælu- og husk lummur með osti
mæjó+sýrður með graslauk á milli

 Klukkan 1900 (Mötuneyti)
Purusteik með salati og fetaosti. (gleymdi símanum, gat ekki tekið mynd)
Átti soldið bágt…..brúnaðar kartöflur og brún sósa með, EN ég fékk mér ekki !
CLA, omega3+D-vit, multivit

Kvöldsnarl
2 oopsies með smjöri og osti
Smá harðfiskur með smjöri

Fimmtudagur 25. sept

Næturvakt númer 2 og kvöldvakt númer 1.  Þær eru fljótar að líða vaktasyrpurnar :)
Hef ekki borðað úr mötuneyti vinnunnar síðan ég veit ekki hvenær…..það er allt með einhverju sem ég er ekki að setja ofan í mig.  Þannig að maður verður bara að vera duglegur að nesta sig upp :)  Ef þú lumar á einhverri sniðugri nestishugmynd, þá væri ég alveg til í að heyra hana :)  Annað hvort í komment eða í email (gerda@simnet.is)
Ég hef aðgang að örbylgjuofni og hraðsuðukatli hérna í skonsunni minni :)

Frá klukkan 0000-0400 (næturvakt)
2 kaffibollar með kaffirjóma

Klukkan 0400 (næturvakt)
3 ostsneiðar og 2 hangikjötssneiðar (Bónus hangiálegg)

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
Strawberrie Mousse Nectar protein með dass af rjóma
magnecium+calcium

Svefn frá klukkan 0900-1230

Klukkan 1430
2 oopsies með smjöri og osti
2 x kaffi, einn með rjóma, hinn með MCT olíu

 Klukkan 1820 (kvöldvakt)
Kjúklingasalat með beikoni og avocado
(raspaður fiskur og kartöflur í mötuneytinu)
CLA, omaga3+D-vit, multivit

 Kvöldsnarl á kvöldvakt
Harðfiskur með smjöri, kaffi með kaffirjóma