Miðvikudagur 24. sept

Það að sofa ekkert fyrir næturvakt er ekki góð skemmtun.  Það er eiginlega bara hálf glatað.  Og hættulegt……ekki gott að keyra Reykjanesbrautina hrikalega myglaður af syfju…..hvorki á leiðinni í vinnu né á leið heim í morgun.
Það reyndi svolítið á viljavöðva eiginmannsins í gærkvöldi.  Hann fór með 2 eldri synina í bíó og á meðan þeir 2 tæmdu nánast bíósjoppuna, sat minn vogalega agaður með bláan kristal og fékk sér ekkert popp.  Og trúið mér, strákarnir hefðu sko kjaftað frá hefði hann fengið sér ;)  Það kemur mér soldið á óvart hvað hann er staðfastur í þessu :)

Svona var dagurinn í næringu:

Klukkan 0540 (Næturvakt)
2 ostsneiðar, 3 salami sneiðar, kæfubiti,
2 x kaffi með kaffirjóma

Klukkan 0830 (fyrir svefn)
15 gr nectar (gleymdi rjómanum), magnecium+calcium

 Svefn frá 0900-1330

 Frá klukkan 1330-1700
2 kaffi, annar með rjóma, hinn með MCT olíu

Klukkan 1650
2 oopsies með smjöri og osti

Klukkan 1930
Kubbasteik (ofnsteikt súpukjöt) með soðsósu og
blómkál/brokkóli/hnúðkáli með osti bakað í ofni
CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 2130
½ vanillu skyr.is með WF karamellu sírópi

Þriðjudagur 23. sept

Ég fékk að sofa út í morgun, og vá hvað það var gott :)  En vaknaði með skelfilegan hausverk, kannski svaf ég bara of mikið.  Fór til RVK að sækja systu mína á spítalann og aftur var það mötuenytið í hádeginu.  Gat ekki valið mér um neitt meira spennandi en í gær, en þeim til hróss þá er innihald súpunnar td listað, og næringarinnihald líka.  Þannig sá ég að aspassúpsan sem ég ætlaði að fá mér var með einhverju sojatengdu í, og með hveiti.  Þannig að ég sleppti henni.  Svo er ný vaktasyrpa að byrja í nótt :)

Svefn frá kl 2330-0920

Frá kl 0930-1240
1 kaffi með rjóma, 2 vatnsglös

Klukkan 1240 (matsalurinn á LSP)
½ dós skyr.is með melónum og ástaraldinum, salatbox með grænni papriku, brokkólí, kotasælu og 2 harðsoðin egg.

Klukkan 1540
3 bitar af hrökkkexi með túnfisksalati eiginmannsins
Kaffi með MCT olíu

IMG_20140923_192507 Klukkan 1915
Lax með rjómalagaðri sjávarréttasósu í boði eiginmannsins
(rækjur, krabbakjöt, humar)
CLA, omega3+D-vit, multivit

Kvöldsnarl
Harðfiskur og smjör

Mánudagur til…..erfiðis

Þessi dagur reyndi virkilega á mataræðið.  Ég var mætt með systur mína á Landsspítalann kl 7 í morgun, þar sem hún var að fara í uppskurð, og við áttum von á að hún yrði útskrifuð fyrir kl 16.  Klukkan er núna 2230, ég vaaaaar að koma heim og hún er ennþá á spítalanum.  Ég tók með mér hálfa dós af skyri, borðaði úr mötuneytinu í hádeginu, og síðan ekkert fyrr en eiginmaðurinn kom með kvöldmat handa mér rúmlega 19:30.  Það var svosem nóg að borða þarna, samlokur og snakk og sykraðir jógúrt og skyr drykkir og gos og ávextir og alls konar drasl !  Það var ÓGEÐSLEGA ERFITT að freistast ekki til að fá sér bara eina samloku til að redda þessu……en ég stóðst það !

Svefn frá kl 2210-0530

Klukkan 0915
½ vanillu skyr.is með rjóma

Klukkan 1145
Salatbakki úr mötuneyti LSP
(2 egg, brokkólí, túnfiskur, kotasæla, kál, paprika)

Snapchat-20140922114532Klukkan 1940
Nautakjöts feta salat af Serrano
(Salatblanda, nautakjöt, steikt grænmeti, svartar baunir,
pico de gallo, feta ostur og sýrður rjómi)

Klukkan 2245
Ostabeikonsnakk

Magnecium+calcium fyrir svefninn

Sunnudagur

Var hálf timbruð í dag, var lystalaus og borðaði ekkert mikið.  Áorkaði samt slatta, bakaði oopsies og hrökkkex og eldaði gúrmei kjúlla í kvöldmat.
Svona leit dagurinn út:

Svefn frá 0010-0900

Frá klukkan 0930-1300
3 kaffibollar með rjóma, og slatti af vatni

Klukkan 1300
2 oopsies með smjöri og osti

Klukkan 1600
4 hrökkkex bitar

IMG_20140921_184638
Klukkan 1900
Kjúklingabringa, krydduð með Weber Bold Chipotle kryddi (fæst í Kosti)
og ofnbökuðu blómkáli með cheddarostasósu

2014-09-21 19.48.14Klukkan 2200
Strawberrie Mousse nectar, magnecium+calcium fyrir svefn

 

Eftir hleðslu færslan

sick-to-stomach

Svona leið mér í gærkvöldi.  Fannst alls ekki mikið magn sem ég borðaði, amk ekki á þeim mælikvarða sem ég hefði auðveldlega getað og gert áður, en á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi æla !  Fékk svona svakalega ógleðistilfinningu, kófsvitnaði og rauk inná bað…….en það lagaðist.
Fyrst fékk ég mér ss kleinuhring og berlínarbollu (vissi að kleinuhringurinn væri mjög hár í sykurstuðli og gerði ráð fyrir að bollan væri það líka…..svo var hún bara svo girnileg hahaha)  Síðan fórum við eiginmaðurinn og systir mín á veitingastað hérna í Reykjanesbæ (við beint af Reykjanesbrautinni úr borgarferð og hann úr vinnunni í matartíma) og ég fékk með 9″ pizzu með skinku og ananas (eina sem ég gat hugsað mér á hana…..beikon og hakk og pepperoni er eitthvað sem ég get borðað alla hina dagana, plús það að ananas er frekar hár í sykurstuðli.)  Ég rétt náði að merja ofan í mig hálfa pizzuna !
Drakk að vísu með henni stóra dós af kók.

Kom svo með systu minni heim (kallinn aftur að vinna) og opnaði stóran súkkulaðirúsínupoka.  Gúffaði nokkrum svoleiðis í mig, eflaust um ¼ úr pokanum og fékk þá ógeð og henti restinni !  Svo átti ég lakkrísreimapoka sem ég opnaði, og við systur fengum okkur svoleiðis saman.
Við systurnar erum nefnilega algerlega á öfugum enda með það sem við getum/megum borða.   Hún er með gallsteina og er að fara í aðgerð þar sem gallblaðran verður tekin, og má þar af leiðandi ekki borða neitt af þessari fitu sem ég er að borða.  Og það sem hún er að borða er of hátt í kolvetnum fyrir mig.  En lakkrísnum gátum við deilt ;)

Svo ákveð ég að fá mér bjór.  Opnaði litla dós af Egils lite.  Fékk mér nokkra sopa af honum og það var mómentið sem ég hélt að ég myndi gubba.  Hætti því að drekka hann.
Svo seinna um kvöldið opnaði ég flögupoka, fékk mér eina og eina í einu, og hef kannski náð að éta 20 flögur þegar ég fékk nóg, var komin algjörlega með upp í kok af þessu áti. Henti honum líka.
Gleymdi svo að fá mér prótein fyrir svefninn sem ég hefði átt að gera.

Vaknaði svo þunn !  Eiginmaðurinn var farinn að vinna en kom heim um 10 leytið og var frekar tuskulegur.  Hann nefndi það líka, að honum liði eins og í þynnku, doði og slen og frekar þungur á sér.
Við erum bæði búin að ákveða að tækla næstu hleðslu öðruvísi ;)
Það verður hver að finna út fyrir sig hvernig hleðsla hentar, hvað hver getur sett ofan í sig, og þetta í gærkvöldi er ekki að henta okkur.

Það er líka mikilvægt að muna að þetta snýst ekki um að gúffa í sig ómældu magni sykurs, heldur matvörum með háum sykurstuðli.
Gúgglaðu „matur með háum sykurstuðli (GI) og sjáðu hvað kemur, það mun eflaust koma þér á óvart hvernig sá listi er)

Dagur 10 í hreinsun og HLEÐSLA !

Þá er loksins komið að hleðslunni !!  Er búin að bíða eftir henni en er samt pínu smeyk við hana……en ætla að njóta :)
Við eiginmaðurinn fórum bæði á vigtina í morgun og hans tala sýndi -2,3 kg og mín sýndi -1,7 kg (-3,1 síðan 1. sept).  Finnum á kroppnum að það er eitthvað að gerast, maginn er ekki eins útþaninn eins og hann hefur verið af brauðáti, og okkur líður betur :)  Þessi lífsstíll er bara af hinu góða :) :)

Svefn frá 2300-0700

Þetta verður eini dagurinn sem ég mun ekki skrá niður nákvæmlega það sem ég borða ;)
Ég fékk mér kaffi með rjóma í morgun, fékk með linsoðin egg og ostasalamirúllur í morgun, og síðan ekkert alveg fram að hleðslu ;)

IMG_20140920_102908

Ég byrjaði um kl 17, fékk mér kleinuhring og berlínarbollu, fékk mér svo hálfa 9″ pizzu með skinku og ananas og ½ líter kók í kvöldmat og keypti mér lakkrísreimar, súkkulaðirúsínur og snakkpoka.  Hvort ég muni slátra því öllu kemur í ljós á morgun ;)

20140920_191935

Heyri í ykkur á morgun, ég ætla að gúffa í mig nammeríi og njóta þess :)

Dagur 9 í hreinsun

Fyrsti dagur í fríi eftir vaktasyrpu og honum var eytt á flakki í höfuðborginni.  Það er alveg magnað hvað það getur þurrkað orkuna hjá manni út að flækjast frá A-B í Reykjavík, sérstaklega á föstudegi !
Ætla að soooooooofa á morgun, amk alveg þar til ég vakna hahaha :)
Það reyndi verulega á viljastyrkinn í kvöld.  Systir mín er í heimsókn, og unglingsdætur hennar….og þær voru allar með nammi og snakk í kvöld, og mig langaði nú soldið í.
EN……Á MORGUN !!!  Þá er minn tími :) :)

Svona var dagurinn:

Svefn frá 2350-0700

Milli klukkan 0700-1000
1 kaffibolli með smá rjóma

Klukkan 1040
1 vanillu skyr.is með rjóma

IMG_20140919_131020
Klukkan 1300 (Grillhúsið Sprengisandi)

Lambakjöt með bernaise, og fersku salati
(það var með dressingu á sem ég fann út að var með sykri í
þannig að ég borðaði bara smá salat)
CLA, omega3+D-vit, multivit.

20140919_180618Klukkan 1800 (American Style)
Beikonborgari með eggi, salat til hliðar.
Ekkert brauð, engar franskar.

Kvöld…..
3 heimagerðir nammimolar
10 gr kókosolía

Dagur 8 í hreinsun

Ég get svo svarið fyrir það að ég er að lifa af hreinsunina !  Dagur 8 skollinn á og hleðsla alveg bráðum :)  Ég hlakka svakalega til, en kvíði því líka pínu….hvort ég eigi eftir að missa mig algjörlega í eitthvað jukk og hvernig ég á eftir að upplifa mig eftir það.  Þess vegna ætla ég bara að nota tímann fram að laugardeginum í að plana hverju ég ætla að hlaða með :)
lærði í dag að MCT olían sem ég er búin að vera að setja í 1. kaffibollann á alls ekki að vera þar, er of fljótvirk inní kerfið og á þar af leiðandi ekki leið með cortisolinu sem við erum að forðast með því að borða ekki fyrstu 2-3 tímana eftir að vakna.  Þarf að setja hana inn seinna að deginum :)
Seinni dagvakt í vinnunni og framundan 5 daga frí :)

Í dag leit þetta svona út:

Svefn frá klukkan 2230-0645
(gleymdi að taka magnecium fyrir svefn)

Frá klukkan 0700-1200
2 kaffibollar, 1 með tsk af MCT olíu og hinn með smá rjóma.
1 brúsi vatn (800 ml)

Klukkan 1030
½ lítil vanillu skyr.is, 1 msk rjómi

Frá klukkan 1200-1900
1 kaffi með smá rjóma, 1 brúsi vatn (800 ml)+500 ml

Klukkan 1220
Örlítið breytt útgáfa af þessu kjúklingasalati, ég átti ekki avocado og setti sítrónupipar og þurrkaða basiliku útí mæjónesblönduna.
Cla,  omega3+D-vit, multivit

Klukkan 1745
2 salami sneiðar

IMG_20140918_195547
Klukkan 2000
Afgangurinn af Parmesan ýsunni síðan í gær +20 gr kókosolía stöppuð saman við og 1 vorlaukur ofan á.
Smá plokkfisks fílingur í þessu :)

Súkkulaðimolar

Smelltu fyrir uppskrift


Klukkan 2230
1 heimagerður súkkulaðimoli.

Mikilvægi svefns

48c2d73a21c8bfa7769fe32ae688bb57
Þegar við hugsum um heilsu, tengjum við þá hugsun gjarnan mataræði og líkamsrækt, en þriðji mikilvægi þáttur góðrar heilsu er SVEFN.

Ég vinn rúllandi vaktavinnu, 6 x 8 tíma vaktir á 5 sólarhringum.
Fyrst 2 næturvaktir, og sama dag og ég lýk seinni næturvaktinni er ég á fyrri kvöldvakt.  Það er kallað hopp, þeas þegar maður er að fara á milli vakta.  Á hoppinu eru ss bara 8 tímar á milli vakta, og á þeim tíma þarf maður að koma sér heim, borða, sofa hratt, vakna og mæta aftur í vinnuna.  Svefninn á þessum hoppum er yfirleitt týndur fyrir mér.  Kannski af því að það er dagur, ég á börn og þau koma heim úr skóla og þeir reyna eins og þeir geta að fara hljóðlega ef þeir vita af mér sofandi, en þeir eru krakkar og stundum tekst það ekki ;)
Svo er seinna hoppið, ss frá seinni kvöldvakt yfir á fyrri dagvakt.  Þá gengur mér betur að sofa, líklegast vegna þess að þá er ég að sofa um nóttina.

Mér líkar rooooooosalega vel við þennan vinnutíma, hann hentar mér vel, en ég finn samt alveg að þegar ég fæ ekki næga hvíld, þá verð ég uppstökk og krumpuð í skapinu og langar í sukk !

Reducing-Cortisol-Levels-for-Better-Sleep-savorylotus.com_

Hérna fann ég  áhugaverða grein um rannsókn sem var gerð við Svefnrannsóknarmiðstöðina í Surrey háskóla, þar sem stendur meðal annars:

„Vís­inda­mönn­un­um fannst þó einna áhuga­verðast að greina blóðpruf­urn­ar og sjá áhrif­in sem mis­jafn svefn­tími hafði á genin. Þeir komust að því að þegar þátt­tak­end­ur sváfu klukku­stund skem­ur hafði það örv­andi áhrif á gen sem eru tal­in tengj­ast bólgu­mynd­un í lík­am­an­um, viðbrögðum ónæmis­kerf­is­ins og streitu­viðbrögðum. Þá sáu vís­inda­menn­irn­ir einnig aukna virkni gena sem tengj­ast syk­ur­sýki og krabba­meinsáhættu.

Hið gagn­stæða gerðist þegar þátt­tak­end­ur bættu klukku­stund við næt­ur­svefn­inn. Blaðamaður BBC, sem fylgd­ist með rann­sókn­inni, seg­ir að af niður­stöðunum megi því draga þá álykt­un að ef þú sef­ur skem­ur en 7 klukku­stund­ir á næt­urn­ar og hef­ur tök á því að breyta svefn­venj­um þínum, jafn­vel bara ör­lítið, þá gæti það bætt heilsu þína.“

Þegar ég er ekki að vinna, þá get ég hæglega farið að sofa snemma (þá meina ég um kl 22-23) en það er þessi vani að hanga yfir sjónvarpinu og tölvunni.
Þetta er óvani sem er að bitna á sjálfri mér !

Október er handan við hólinn og margir tengja október við Meistaramánuð.
Af hverju ekki að setja sem markmið að fara klukkutíma fyrr að sofa þennan mánuð og sjá hverju það breyting fyrir kroppinn þinn ??  Þú getur ekki keypt þér annan ef þessi klikkar, þú þarft að hugsa um hann :)

Langar að benda ykkur á þetta app sem mér finnst stórsniðugt til að halda utan um svona alls konar.  Þú setur markmið og skráir tímann sem þú setur í það markmið og appið heldur utan um heildartíma.
aTimeLogger2 fyrir Android
aTimeLogger2 fyririPhone

Markmid

Dagur 7 í hreinsun

Þetta skröltir áfram :)  Mér finnst samt pínu að þessi óreglulegi svefn minn í vaktatörn sé að vinna gegn mér.  Og það er ekkert skrítið, líkaminn þarf að ná almennilegri hvíld og ég næ því ekki í 5 daga á 5 daga fresti (vinn 5 daga, frí 5)   En það þýðir ekkert að gefast upp :)

Ætli það sé eðlilegt að dreyma um þetta líka ?  Dreymdi í nótt að það var verið
að fara yfir daginn hjá einum manni (sem ég veit ekkert hver er) og hann var alltof hár í kolvetnum eftir daginn.  Hann hafði skráð hjá sér alla neyslu, og allt næringarinnihald fylgdi með.
Hann hafði sett slátur í hádeginu og ég gargaði á hann að þetta væri alltof hátt,
65 gr af kolvetnum fyrir SLÁTUR !!
Eiginmaðurinn horfði skringilega á mig þegar ég fór að röfla um hátt slátur þegar ég var að vakna hahahaha :)

Í dag var ég á fyrri dagvakt (kl 8-16)

Klukkan 0030 (fyrir svefn)
Magnescium+calcium

Svefn frá kl 0045-0645

Milli klukkan 0700-1000
2 kaffibollar, 1 með smá rjóma, hinn með kaffirjóma.
½ líter vatn, 1 tsk MCT olía

Klukkan 1040
½ lítil dós vanillu skyr.is með smá rjóma

IMG_20140917_123628
Klukkan 1245
Reyktur lax (uþb 170g), hálfur lítill haus af hnúðkáli og smá paprika.  Sprautaði smá bernaise yfir (sósan kom vel út með laxinum)
CLA, omega3+D-vit, multivit
Ég notaði lax frá Ópal Sjávarfangi, þeir nota ekki sykur í reykinguna.

Klukkan 1500
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati frá Sóma,
½ líter af rassberja mineral útí bláan kristal

IMG_20140917_191928

Smella fyrir uppskrift

Klukkan 1900
Parmesan ýsa, með smjörsteiktum hnúðkálsstrimlum og soðnu brokkólí.
(Rosalega góður réttur)

IMG_20140917_211111

Klukkan 2130
Þeyttur rjómi með Walden Farms karamellu sírópi.
Þetta er alveg eins og ég man eftir búðing í gamla daga :)

Held ég hafi ekki náð 1½ líter af vatni í dag