Hreinsun 2, dagur 2

Day-2-blog-image

Fyrri dagvakt í vinnunni í dag, sem þýddi að ég svaf frekar lítið……maður spænir heim og sefur hratt ;)
Var mjög ánægð með gærdaginn……fór í 4 tíma tattoo session, borðaði vel áður en ég fór, drakk vatn og kaffi á meðan og fékk mér svo að borða á eftir og var bara góð :)

Svefn frá kl
0100-0630

Fastan
3 x kaffi með rjómaslettu

Kl 0945
Heitur chia grautur með rjóma og kanil
Ca 15 gr chia í dl af vatni, hitað í örbylgjunni í 1½ mín (ekki eldavél í vinnunni)
3 msk rjómi og dass af hreinum kanil
Vítamínin…..Eve, husk, CLA og magnecium citrate

 Hádegið í vinnunni
Tók með mér kjúklingabringu og hvítlaukssósu (50 gr)
og fékk grænmeti í mötuneytinu.
Kál, gúrkur, 2 kirsuberjatómatar og hellingur af fetaosti.

Kl 1500
1 x ostaklatti með smjöri og osti
2 x eldstafi (salami sticks)

Kvöldmatur
Hakkpanna, salat með fetaosti, blómkál/brokkolí
(hakk, paprika, vorlaukur, sveppir, laukur, texmex smurostur, smá rjómasletta)

Kl 2315
Strawberrie mousse nectar í vatni og rjóma

Vatnsdrykkjan fór í 2,2 lítra

Hreinsun 2, dagur 1

685b2043211358f2e4f4feb3bdc1a1df

Jæja, þá er þessari pásu lokið og ný hreinsun hafin.
Við ætlum að taka fulla hreinsun aftur, það er hægt að stytta hana í 6½ dag EF 9½ dagur hefur verið tekinn áður og með því að gera hiit æfingar fyrst 3-4 dagana.
Þegar ég vigtaði mig sl föstudag, að morgni hleðsludags, þá hafði ég þyngst um 700 gr síðan síðast.  Ég skrifaði það alfarið á slæman svefn og mikið tilfinningalegt álag.
Í morgun var ég 300 gr þyngri en það, eftir tæplega viku hleðslu.
Eiginmaðurinn græddi um kíló á þessu sukki.
Þannig að núna er blaðinu snúið við aftur og allt sett á fullt :)

Við fórum á fyrirlestur í gær hjá Sibbu og Edda Arndal og ég mæli svoooo mikið með að þið farið á svoleiðis.  Sá í gærkvöldi var reyndar sá síðasti fyrir sumarfrí en tékkið á þessu í haust.

Svefn frá kl 0100-0600

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Kl 0900
Heitur chia grautur með salti, karamellusírópi og rjóma
(1 dl vatn, 1 msk chia, ½ dl rjómi, ca tsk af sírópi, nokkur saltkorn)
Vítamínin….Eve, CLA, Husk og magnecium citrate

 Kl 1040
1 x ostaklatti með smjöri og 36% osti

Kl 1615
1 x ostaklatti með smjöri og hamborgarhryggsáleggi

 Kl 1900 (mötuneytið í vinnunni)
Lambakjöt (hálfgert súpukjöt)
smá salat og brokkolí
MCT olía í kaffi eftir mat

 Kl 2200
Harðfiskur með smá smjöri

Vatnsdrykkjan fór í 2,5 lítra i dag.

Hreinsunardagur 10

12a22d8b87b74673c598e1ca08a80eec

Faktískt séð erum við að ljúka hreinsun í dag EN við ætlum að hlaða
á morgun :)
Hreinsunin má teygjast alveg uppí 14 daga.

Á morgnana byrja ég alltaf á vatnsglasi áður en ég fæ mér kaffibolla.
Vil halda að ég sé bara að vökva kerfið og koma því í gang með þessu glasi ;)

Svefn frá kl 0120-0645

Fastan
1 x kaffibolli með rjóma

Kl 0930
Apple ecstasy nectar prótein í vatni, með rjóma
single-serve-protein-packets-syntrax-nectar-protein-powder-grab-n-go-box-apple-ecstasy-1

Kl 1300
Restin af sesar salatinu frá því í gær.
Bætti við á það meiri fetaosti og smá slurpi af pítusósu.
3 x eve vítamín, 1 x CLA

 Kvöldmatur
Hakkpanna með brokkolíbeikoni og fersku salati með feta
IMG_20160413_201517_resized

Kvöldsnarl
Wild grape nectar með rjóma
Megnecium í vatni fyrir svefn

Vatnið fór í 2,4 lítra í dag :)

HLEÐSLA Á MORGUN !!!

Hreinsunardagur 9

A dark tiled room as a background

Vá við erum búin með heila 8 daga í hreinsun og þetta hefur ekki verið neitt mál !!
Þegar við fórum á CN seint árið 2014 þá leið mér amk mjög vel….eiginmaðurinn var tregari fyrir þessu, miklaði þetta svolítið fyrir sér.  Síðan þá höfum við, amk ég, oft hugsað um að byrja aftur en alltaf fundið einhverja afsökun.
Núna vorum við harðákveðin og þetta er ekkert mál !

Svefn 0030-0830

Fastan
2 x kaffi með ööörlitlu af kókosolíu og smá rjóma

Kl 1045
Kaffiboost
IMG_20160412_103305

 Kl 1430
Í hádeginu fór ég á uppáhalds veitingastaðinn minn hérna í Reykjanesbæ, Soho Café, og keypti Cesar Salat með kalkúnabringu.  Sleppti brauðteningunum.
Tók það með mér heim og borðaði eftir útréttingar.
Samanstendur af salati, kalkún, cesarsósu, feta, smá sólþurrkaðir tómatar, parmesan og ég bætti við það avocado.
Stór skammtur svo ég á helming eftir :)
IMG_20160412_141007

Seinnipartur
Ostarúlla með skinku

Kvöldmatur
Beikonvafin guacamole fyllt kjúklingabringa
(bara ½, þá var ég orðin svooo södd)
Með salati og fetaosti

 Kvöldsnarl
Harðfiskur með smá smjöri
Magnecium í vatni

Vatnsdrykkjan fór í 2,6 lítra :)

Hreinsunardagur 8

0f7726b23eafc796c583d4f1b14be7c5

FRÍÍÍÍÍÍ !!!  Loksins komin í vaktafrí :)  Ekki það að mér finnst æðislegt í vinnunni minni en stundum er samt gott að komast í frí :)  Sérstaklega eftir aukavaktatörn.

Svefn frá kl ca 0045-0800

Fastan
1 x kaffi með rjómaslettu

 kl 11
½ boost

IMG_20160411_110022

5 möndlur malaðar
1/2 lítil dós vanillu skyr.is
1/2 lítið avocado
1/2 scoop strawberrie mousse nectar prótein
1 stórt frosið jarðarber
Nokkur bláber
Fyllt upp með vatni
Blastað í Nutribullet

Síðbúið hádegi
IMG_20160411_153354

Eggjavaffla, 3 sneiðar beikon, smá bernaise og 1 pickled gúrka.

Kvöldmatur
Eiginmaðurinn útbjó í gærkvöldi hakkbollur og blómkáls/broccoli gúmmelaði með.
Fengum okkur afgang af því + bernaise og salat.
Tek mynd næst og set inn uppskrift líka, þetta var þrusugott hjá honum :)

 Kvöldsnarl
Restin af boostinu síðan í morgun
1 glas af magnecium

Vatnsdrykkjan fór í 2,6 lítra og 1-2 kaffibollar yfir daginn fyrir utan föstuna.

Hreinsunardagur 7

A dark tiled room as a background

Jæja, dagur 7.
Líðanin þessa viku hefur verið góð.  Var með smá hausverk svona í byrjun, en það gat allt eins verið útaf asnalegum svefni eftir vaktabröltið.
Ég þarf samt að ath eitthvað með að auka trefjarnar…..ég hef ekki….ehemm….í viku !
(Too much info I know)
Ætla að bæta magnecium við á kvöldin…..það gerði mér gott síðast :)

Svefn
0015-0640

Fastan
3 x kaffi með rjóma
(reyna að koma kerfinu í gang)

Morgunmatur
Ég útbjó boost sem ég tók með mér í vinnuna en gleymdi mér greinilega eitthvað með blandarann, því mönlumjólkin þeyttist og þetta varð að kekkjóttu sulli.
Drakk það sem ég gat og hellti rest.  Vantaði avocado, boostið verður ekki svona kekkjótt þegar það er með.
½ vanillu skyr.is, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 2 jarðaber, nokkur bláber, 1 tsk kókosolía, möndlumjólk og vatn.

 Hádegismatur (mötuneytið)
Hægeldaður lambahryggur með soðsósu.  Annað var ekki í boði fyrir mig.
3 x eve vítamín, 1 x CLA

Kaffitími
1 x harðsoðið egg
2 x ostsneiðar með skinku

Kvöldmatur (nesti á aukavakt)
Eggjahakkrétturinn góði með smjölaukssósu og salati
Hann var borðaður seint (21:20)

Vatnsdrykkjan í dag fór í 3,3 lítra og kaffibollarnir voru nokkrir ;)

Hreinsunardagur 6

e80517863acb1d1da70321e662c703ff

Magnað alveg hreint……við hjónin höfum verið að tala um það síðan við byrjuðum hreinsunina, hvað við verðum ekki svöng, ekki eins og við urðum áður.
Maður var svangur, gúffaði í sig samloku eða einhverju drasli, og liggur við korteri seinna orðin svöng aftur !
Svo núna í vikunni erum við bæði búin að auka vatnsdrykkjuna alveg helling, og ég get með fullum huga vísa í myndina að ofan :)
Í dag var ég á fyrri dagvakt í vinnunni og þetta er búið að ganga vel :)

Svefn frá kl 0050-0620

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Morgunmatur kl 09
Boost
½ vanillu skyr.is, 1 lítið avocado, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 2 jarðaber, nokkur bláber, smá möndlumjólk, 1 ísmoli og fyllt upp með vatni

 Hádegi kl 13
Eiginmaðurinn útbjó í gærkvöldi svona eggjahakkrétt og gerði með henni rjómasmjörlaukssósu og ég tók með mér afgang og maður minn hvað þetta er gott !
Og ótrúlega einfalt líka :)
IMG_20160409_130237
1 x CLA, 2 x husk, 3 x eve vítamín

Kvöldmatur
Sko…..þarna kom stærsta áskorunin til þessa.  Við fórum í fermingarveislu eftir vinnu og þegar við komum þangað (seint) var ennþá bayonne skinka á borðum, ásamt sósu og kartöflugratíni og gulum baunum og svoleiðis tralli.
Ég var ekki svöng þannig að ég fékk mér ekki kjöt.
EN…..svo komu kökurnar, rjómamarengs og rice crispies kransakaka !!
Ó MÆ LORD hvað það var erfitt að standast það en ég stóðst það !!
Fékk mér bara kaffi !
Kvöldmaturinn varð því enginn.

Kvöldsnarl
Egg, beikon og bernaise !

IMG_20160409_220018

Vatnsdrykkjan í dag var í 2,5 lítrum :)

Degi 6 í hreinsun lokið :)

Hreinsunardagur 5

Goal-closer

Svo koma svona dagar þar sem aukavakt er tekin með litlum fyrirvara.
Þá hefði nú komið sér betur að geta sofið eitthvað af viti í gær….en nei, það var ekki í umræðunni greinilega.

Nætur-aukavakt
2 x ostsneiðar með skinku
Pestókjúlli frá því á þriðjudaginn, með piparostasósu og salati
20160406_184007_resized

Svefn frá 09-14

Fastan
2 x kaffi með rjóóóóma

Kl 17 (komin á kvöldvakt aftur)
2 x harðsoðin egg, 1 lítið avocado

Kl 2030
Ég var búin að plana að taka með mér afganginn af laxinum sem við vorum með um daginn, en eiginmaðurinn borðaði þá rest í hádeginu.  Þar af leiðandi var hann sendur á Serrano og hann kom með LKL salat frá þeim.  Betri redding heldur en
a) að borða ekkert
b) borða rasphjúpaðar grísakótiletturnar sem voru í mötuneytinu.

Vatnsdrykkjan fór í 3,2 lítra í dag :)

Dagur 5 búinn :)

 ea3dcff8ed8e8939d98c96b81f747623

Hreinsunardagur 4

28216337207

Búin með 3 daga !!  Og ég er ekki farin að naga húsgögnin af pirringi !
Magnað alveg hreint :)
Er núna (þegar þetta er skrifað) á næturvakt númer 2, svo er kvöldvakt í kvöld :)

Næturvaktin
2 x köff með rjóma
1 x ostsneið með skinku
1 x ostsneið með spægipylsu

Fyrir svefn
½ skeið strawberrie mousse nectar, blandað í vatn með dass af rjóma

Svefn frá kl 09-1220
(óþolandi þegar síminn vekur mann)

kl 1530
2 spæld egg, beikon, avocado og klettasalat
IMG_20160407_145529

 Kvöldvakt
Boost
(½ vanillu skyr.is, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 3 jarðaber, nokkur bláber,
1 tsk kókosolía, smá möndlumjólk og fyllt upp með vatni)
3 x eve vítamín, 2 x husk, 1 x cla

Vatnsdrykkjan restaði á 2,8 lítrum og einhverjir 2 kaffibollar eða svo á einum eða öðrum tímapunkti í dag :)

4 dögum í hreinsun lokið :) :) :) :)

Hreinsunardagur 3

 

2ba3b36195feebb4767cf22147f5c311

Jæja, fyrri næturvaktin skollin á.  Ég tók með mér nesti og er búin að kíkja yfir matseðil vikunnar hérna í mötuneytinu og sé að ég þarf að taka með mér nesti einhverja dagana.

Næturvaktin
1 x ostsneið með skinku
1 x ostsneið með spægipylsu
1 x kaffi með rjóma
Afgangur af Fetabollunum síðan á mánudagskvöldið með piparostarjómasósu

 Svefn frá kl 0845-1445

Um kl 1730
Boost
(½ vanillu skyr.is, 10 bláber, 1 stórt frosið jarðaber, 1 tsk kókosolía, ½ avocado, smá möndlumjólk og vatn)

 Síðbúinn kvöldmatur á ½ aukavakt
Ofnbakaður lax, með blómkáls“gratíni“ og ruccola.
GEÐVEIKT GOTT !!!  2672_54775dc82a6b222ab12b2793
Eldfast mót smurt með smjöri, laxinn kryddaður með Seafood and fish kryddi frá Santa Maria, salt og pipar, smá vorlaukur ofan á og sítrónusneiðar.
20 mín á 200°C og hann var æði !! :)
Sauð blómkálið í örfáar mínútur í léttsöltuðu vatni, sigtaði svo eins mikið af vatni og ég gat frá.  Í eldfast form, smá feta og gratínost yfir og inní ofn á meðan laxinn bakaðist.

20160406_183958_resized3 x Eve vítamín, 1 x CLA, 2 x husk hylki

Vatnsdrykkjan fór í 2,8 lítra og að mig minnir 2 x köff yfir daginn ;)