Hreinsunardagur 6

e80517863acb1d1da70321e662c703ff

Magnað alveg hreint……við hjónin höfum verið að tala um það síðan við byrjuðum hreinsunina, hvað við verðum ekki svöng, ekki eins og við urðum áður.
Maður var svangur, gúffaði í sig samloku eða einhverju drasli, og liggur við korteri seinna orðin svöng aftur !
Svo núna í vikunni erum við bæði búin að auka vatnsdrykkjuna alveg helling, og ég get með fullum huga vísa í myndina að ofan :)
Í dag var ég á fyrri dagvakt í vinnunni og þetta er búið að ganga vel :)

Svefn frá kl 0050-0620

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Morgunmatur kl 09
Boost
½ vanillu skyr.is, 1 lítið avocado, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 2 jarðaber, nokkur bláber, smá möndlumjólk, 1 ísmoli og fyllt upp með vatni

 Hádegi kl 13
Eiginmaðurinn útbjó í gærkvöldi svona eggjahakkrétt og gerði með henni rjómasmjörlaukssósu og ég tók með mér afgang og maður minn hvað þetta er gott !
Og ótrúlega einfalt líka :)
IMG_20160409_130237
1 x CLA, 2 x husk, 3 x eve vítamín

Kvöldmatur
Sko…..þarna kom stærsta áskorunin til þessa.  Við fórum í fermingarveislu eftir vinnu og þegar við komum þangað (seint) var ennþá bayonne skinka á borðum, ásamt sósu og kartöflugratíni og gulum baunum og svoleiðis tralli.
Ég var ekki svöng þannig að ég fékk mér ekki kjöt.
EN…..svo komu kökurnar, rjómamarengs og rice crispies kransakaka !!
Ó MÆ LORD hvað það var erfitt að standast það en ég stóðst það !!
Fékk mér bara kaffi !
Kvöldmaturinn varð því enginn.

Kvöldsnarl
Egg, beikon og bernaise !

IMG_20160409_220018

Vatnsdrykkjan í dag var í 2,5 lítrum :)

Degi 6 í hreinsun lokið :)

Hreinsunardagur 5

Goal-closer

Svo koma svona dagar þar sem aukavakt er tekin með litlum fyrirvara.
Þá hefði nú komið sér betur að geta sofið eitthvað af viti í gær….en nei, það var ekki í umræðunni greinilega.

Nætur-aukavakt
2 x ostsneiðar með skinku
Pestókjúlli frá því á þriðjudaginn, með piparostasósu og salati
20160406_184007_resized

Svefn frá 09-14

Fastan
2 x kaffi með rjóóóóma

Kl 17 (komin á kvöldvakt aftur)
2 x harðsoðin egg, 1 lítið avocado

Kl 2030
Ég var búin að plana að taka með mér afganginn af laxinum sem við vorum með um daginn, en eiginmaðurinn borðaði þá rest í hádeginu.  Þar af leiðandi var hann sendur á Serrano og hann kom með LKL salat frá þeim.  Betri redding heldur en
a) að borða ekkert
b) borða rasphjúpaðar grísakótiletturnar sem voru í mötuneytinu.

Vatnsdrykkjan fór í 3,2 lítra í dag :)

Dagur 5 búinn :)

 ea3dcff8ed8e8939d98c96b81f747623

Hreinsunardagur 4

28216337207

Búin með 3 daga !!  Og ég er ekki farin að naga húsgögnin af pirringi !
Magnað alveg hreint :)
Er núna (þegar þetta er skrifað) á næturvakt númer 2, svo er kvöldvakt í kvöld :)

Næturvaktin
2 x köff með rjóma
1 x ostsneið með skinku
1 x ostsneið með spægipylsu

Fyrir svefn
½ skeið strawberrie mousse nectar, blandað í vatn með dass af rjóma

Svefn frá kl 09-1220
(óþolandi þegar síminn vekur mann)

kl 1530
2 spæld egg, beikon, avocado og klettasalat
IMG_20160407_145529

 Kvöldvakt
Boost
(½ vanillu skyr.is, ½ skeið strawberrie mousse nectar, 3 jarðaber, nokkur bláber,
1 tsk kókosolía, smá möndlumjólk og fyllt upp með vatni)
3 x eve vítamín, 2 x husk, 1 x cla

Vatnsdrykkjan restaði á 2,8 lítrum og einhverjir 2 kaffibollar eða svo á einum eða öðrum tímapunkti í dag :)

4 dögum í hreinsun lokið :) :) :) :)

Hreinsunardagur 3

 

2ba3b36195feebb4767cf22147f5c311

Jæja, fyrri næturvaktin skollin á.  Ég tók með mér nesti og er búin að kíkja yfir matseðil vikunnar hérna í mötuneytinu og sé að ég þarf að taka með mér nesti einhverja dagana.

Næturvaktin
1 x ostsneið með skinku
1 x ostsneið með spægipylsu
1 x kaffi með rjóma
Afgangur af Fetabollunum síðan á mánudagskvöldið með piparostarjómasósu

 Svefn frá kl 0845-1445

Um kl 1730
Boost
(½ vanillu skyr.is, 10 bláber, 1 stórt frosið jarðaber, 1 tsk kókosolía, ½ avocado, smá möndlumjólk og vatn)

 Síðbúinn kvöldmatur á ½ aukavakt
Ofnbakaður lax, með blómkáls“gratíni“ og ruccola.
GEÐVEIKT GOTT !!!  2672_54775dc82a6b222ab12b2793
Eldfast mót smurt með smjöri, laxinn kryddaður með Seafood and fish kryddi frá Santa Maria, salt og pipar, smá vorlaukur ofan á og sítrónusneiðar.
20 mín á 200°C og hann var æði !! :)
Sauð blómkálið í örfáar mínútur í léttsöltuðu vatni, sigtaði svo eins mikið af vatni og ég gat frá.  Í eldfast form, smá feta og gratínost yfir og inní ofn á meðan laxinn bakaðist.

20160406_183958_resized3 x Eve vítamín, 1 x CLA, 2 x husk hylki

Vatnsdrykkjan fór í 2,8 lítra og að mig minnir 2 x köff yfir daginn ;)

Hreinsunardagur 2

f00a1382eac4ade9949f71b2067cb181

Í dag og næstu 5 daga verður smá áskorun að láta þetta ganga.  Ég er í vaktavinnu og vinn þrískiptar vaktir í 5 daga vaktasyrpu.  Fyrsta vaktin er í nótt og það er alltaf áskorun að ná svefninum sem maður þarf og í flestum tilfellum næst hann ekki.
Þegar svefninn fer í klessu, þá á hitt til að fara í klessu líka.
En ég ætla bara að undirbúa mig vel, nesta mig og passa vel uppá vatnsdrykkjuna.

Þessi dagur var mjöööög horaður í mat, en ég var ekki svöng…ég lagði mig aftur í morgun því ég á oft erfitt með að sofna fyrir næturvakt, borðaði hádegismatinn eftir að ég vaknaði og var bara södd fram að kvöldmat ;)

Svefn frá kl 2310-0650

Fastan
1 x kaffi með rjóma

Hádegið
Hrærði saman 3 egg, rjómaslettu, salt og pipar.
Skar svo niður 3 skinkusneiðar (98% skinka) og vænan bút af vorlauk.
Setti helmingin af hrærunni á pönnuna, setti áleggið ofan á og svo restina af blöndunni.
Lét þetta taka sig aðeins, tók svo af hellunni og setti gratínost ofan á og inní ofn á pönnunni þar til osturinn var bráðnaður.
Ég borðaði helminginn af þessu, ásamt ½ avocado og nokkrum beikonsneiðum, og 2 sneiðum af pickled gúrku (1 gr kolvetni í 2 sneiðum)
3 x Eve vítamín, 1 CLA, og 2 husk hylki.

Snapchat-7821275356910088522

Kvöldmatur
Pestókjúlli á spínatbeði

Ferskt salat með.

Vatnsdrykkjan í dag fór í 3 lítra og einhvers staðar inn á milli drakk ég jú einn kaffibolla, með rjóma að sjálfsögðu :)

Vorhreinsun – Dagur 1 !

Ég held það sé óhætt að segja það að síðasti í sukki hafi verið tekinn með trukki um helgina.  Var ekkert að borða svo mikið þannig séð, en notaði sko hvert tækifæri til að hella mér meira kóki í glas (er kókfíkill fyrir allan aurinn).  Hvítt brauð með salati og kartöflusalat með matnum og snakk og eitthvað svona rugl.  Magnað samt hvað mig hefur ekkert langað í nammi undanfarið…..hef ekki etið svoleiðis síðan um páskana held ég.

En svona leit þessi fyrsti dagur nýs upphafs út:

Svefn frá kl 0125-0650

Fastan:
2 x kaffi með rjóma

 kl 0945
Smoothie
(½ lítil vanillu skyr.is, ½ lítið avocado, 20 gr bláber, 50 ml ósæt möndlumjólk og vatn)
3 x Eve vítamín frá Now

kl 1230
Scrambled eggs
(4 egg, smá rjómasletta, ½ tsk dijon, 1 stilkur vorlaukur, smá gratínostur, salt & pipar)
Deildi þessu með miðju syni mínum.
3 sneiðar af beikoni
½ lítið avocado

shot_1459774443386

Seinnipartur
2 ostsneiðar

Kvöldmatur
Fetabollur ! :)
Bætti vorlauk í hakkdeigið, og bar fram með piparostasósu og smjörsteiktu hvítkáli.

Kvöldsnarl
Strawberrie Mousse Nectar prótein, blandað með vatni, klakamolum og dass af rjóma.

Vatnsdrykkja dagsins endaði í 2,3 lítrum !
Ég blandaði í líters könnu og setti í kælinn……½ niðursneidd sítróna, ca 5 cm niðursneiddur bútur af gúrku, og raspaði ca 2 cm engiferbita útí líka.
Þetta er ss inní þessum lítrafjölda :)
Það voru actually átök í morgun að fá mér ekki kók en ég hafði það af að sleppa því :)

Degi 1 í hreinsun er hér með formlega lokið, og ég er ógó ánægð með sjálfa mig :) :) :)

yes-i-did-it-rectangle-decal

Fyrstu innkaupaferð lokið :)

Uppgefin í löppunum eftir umstang síðustu daga fyrir ferminguna, var ég búin að sjá fyrir mér að ég ætlaði sko ekki að gera NEITT í dag nema hlamma mér í lata strákinn og hafa það notalegt.  En ég hafði það af að klæða mig og skunda í búðina…..vopnuð debetkortinu og húsbandinu.
Ísskápurinn lítur svooooo vel út núna :)  Fyrir utan matarafganga úr veislunni (hamborgarhryggur, kalkúnabringa og BBQ kjúllaleggir fyrir krakkana) þá er restin nokkurn vegin svona:
Beikon
egg
smjör
rjómi, og kaffirjóma (fyrir vinnuna)
rjómaostur
beikon
avocado
vorlaukur
möndlumjólk
mæjónes
túnfiskur (ok ekki í ísskápnum en var keyptur)
spægipylsa
ostur (keypti Gotta, hann er með 30% fitu)
og ekki má gleyma beikoninu !

Þetta ætti amk að duga fram að hádegi á morgun hahaha :)
Er að hugsa um að útbúa Fetabollur annað kvöld……við eigum hakk í frystinum og slatta af fetaosti sem gekk af í veislunni :)
Um að gera að nýta hann…….ætla svo að frysta kryddolíuna sem hann er í og eiga til að steikja með og bragðbæta :)

GÆS ! Get – ætla – skal !

Jæja ! Ég veit ekki hversu oft ég hef HUGSAÐ um að koma mér aftur á CN……en hugsunin nær ekki framkvæmd. Það er alltaf eitthvað sem ég hef fundið sem afsökun tiil að fresta því…..það voru jólin og svo var eitthvað og svo eitthvað annað…..og flest allt bara kjaftæði ! Allt til að forðast það að taka ábyrgðina á eigin líðan og bara drullast til að framkvæma ! Mér leið nefnilega rosalega vel þegar ég var á CN og skil ekki hvað ég var að forðast.

Það var verið að ferma hjá okkur í gær (miðuðum við að byrja eftir fermingu)
og á morgun er fyrsti í hreinsun !
Þetta verður löng hreinsun og hleðsluna ætla ég að taka öðruvísi núna en síðast. Ég hlóð mikið í nammi og rusli síðast, leið ömurlega af því en sótti í það samt, en ætla að nota mat í meira magni í hleðslu núna. Kartöflur og grjón og þess háttar.

Er búin að rífa fram Nutri Bullettinn sem var kominn inní búr og er að undirbúa mig, skoða uppskriftir og gera innkaupalista :)

Ég hlakka til að líða betur :) :) :)

Morgunmatur ?

Ef þú ert að sækjast eftir ketógenískum áhrifum þá heldurðu þér í sem lægstu kolvetnum yfir daginn.  Ekki bara yfir daginn heldur líka í hverri máltíð.  Undir 5 gr per 100 gr telst sem lágkolvetna í innihaldslýsingu, og talað er um að miða við 5-6 gr per máltíð.  Inneign á kolvetni myndast ekki í lok dags…….ef þú hefur verið lág í gegnum daginn þá áttu ekki inni fyrir kolvetnaríkara kvöldsnarl :)

Ketógenísku áhrifin eru hæst að morgni og þau áhrif brenna fitu eins og enginn sé morgundagurinn.  Ef þú borðar morgunmat fljótlega eftir að vakna þá minnka þessi áhrif.

Kortesol er hormón sem elskar að setja fitu á kviðsvæði…. þetta hormón dregur líka úr meltingargetu.  Það er í hámarki ca 30 mínútum eftir að maður vaknar og er fallið eftir 2-3 tíma.  Þetta er ástæðan fyrir að ég borða ekki morgunmat strax og ég vakna.

Kaffi með rjóma (bara rétt til að lita), systir mín notar kókosolíu og það er líka ok :)
Koffín er frábært á morgnana því það eykur fitubrennsluáhrif kortesols.
Vatn er að sjálfsögðu alltaf í lagi og eins te ef þú drekkur alls ekki kaffi.

Síðan eftir 2-3 tíma þá er það morgunmatur :)

Ef þú sérð mig tala um „föstuna“ þá er það þetta tímabil……þeas fyrstu tímarnir eftir að vakna :)

Fastan má vera lengri, en þó hámark 14 klst.
14 klst það er að segja frá síðustu máltíð að kvöldi að fyrstu máltíð að morgni.
Þess vegna er mikilvægt að borða seinnipart kvölds.

Það er miðað við að það sé ekki lengra en 14 tímar til að koma í veg fyrir niðurbrot vöðva :)

1. janúar 2015

Gleðilegt nýtt ár.

Ég lauk árinu á að vigtast hæstu tölu sem ég hef verið í án þess að ganga með barn og svo útþanin kvið að ég var spurð hvort ég væri ófrísk……af menneskju sem átti að vita að það var búið að taka úr mér legið !  Hefði vel getað verið komin 5 mánuði á leið !

EN…….nýtt ár…….nýtt upphaf.  Frá og með deginum í dag verður ekkert gos.  Ég held að ég hafi drukkið einhverja 20 lítra af kóki bara í gær !  Ekki alveg kannski en líður þannig.
Þannig að gosið fer fyrst.  Er búin að vera rosalega ódugleg í vatninu og kaffinu á morgnana, og mun laga það.

Við sjáum svo til hvenær við skellum okkur í hreinsun…….en þetta er amk byrjunin :)