Hreinsunardagur 2

f00a1382eac4ade9949f71b2067cb181

Í dag og næstu 5 daga verður smá áskorun að láta þetta ganga.  Ég er í vaktavinnu og vinn þrískiptar vaktir í 5 daga vaktasyrpu.  Fyrsta vaktin er í nótt og það er alltaf áskorun að ná svefninum sem maður þarf og í flestum tilfellum næst hann ekki.
Þegar svefninn fer í klessu, þá á hitt til að fara í klessu líka.
En ég ætla bara að undirbúa mig vel, nesta mig og passa vel uppá vatnsdrykkjuna.

Þessi dagur var mjöööög horaður í mat, en ég var ekki svöng…ég lagði mig aftur í morgun því ég á oft erfitt með að sofna fyrir næturvakt, borðaði hádegismatinn eftir að ég vaknaði og var bara södd fram að kvöldmat ;)

Svefn frá kl 2310-0650

Fastan
1 x kaffi með rjóma

Hádegið
Hrærði saman 3 egg, rjómaslettu, salt og pipar.
Skar svo niður 3 skinkusneiðar (98% skinka) og vænan bút af vorlauk.
Setti helmingin af hrærunni á pönnuna, setti áleggið ofan á og svo restina af blöndunni.
Lét þetta taka sig aðeins, tók svo af hellunni og setti gratínost ofan á og inní ofn á pönnunni þar til osturinn var bráðnaður.
Ég borðaði helminginn af þessu, ásamt ½ avocado og nokkrum beikonsneiðum, og 2 sneiðum af pickled gúrku (1 gr kolvetni í 2 sneiðum)
3 x Eve vítamín, 1 CLA, og 2 husk hylki.

Snapchat-7821275356910088522

Kvöldmatur
Pestókjúlli á spínatbeði

Ferskt salat með.

Vatnsdrykkjan í dag fór í 3 lítra og einhvers staðar inn á milli drakk ég jú einn kaffibolla, með rjóma að sjálfsögðu :)

Vorhreinsun – Dagur 1 !

Ég held það sé óhætt að segja það að síðasti í sukki hafi verið tekinn með trukki um helgina.  Var ekkert að borða svo mikið þannig séð, en notaði sko hvert tækifæri til að hella mér meira kóki í glas (er kókfíkill fyrir allan aurinn).  Hvítt brauð með salati og kartöflusalat með matnum og snakk og eitthvað svona rugl.  Magnað samt hvað mig hefur ekkert langað í nammi undanfarið…..hef ekki etið svoleiðis síðan um páskana held ég.

En svona leit þessi fyrsti dagur nýs upphafs út:

Svefn frá kl 0125-0650

Fastan:
2 x kaffi með rjóma

 kl 0945
Smoothie
(½ lítil vanillu skyr.is, ½ lítið avocado, 20 gr bláber, 50 ml ósæt möndlumjólk og vatn)
3 x Eve vítamín frá Now

kl 1230
Scrambled eggs
(4 egg, smá rjómasletta, ½ tsk dijon, 1 stilkur vorlaukur, smá gratínostur, salt & pipar)
Deildi þessu með miðju syni mínum.
3 sneiðar af beikoni
½ lítið avocado

shot_1459774443386

Seinnipartur
2 ostsneiðar

Kvöldmatur
Fetabollur ! :)
Bætti vorlauk í hakkdeigið, og bar fram með piparostasósu og smjörsteiktu hvítkáli.

Kvöldsnarl
Strawberrie Mousse Nectar prótein, blandað með vatni, klakamolum og dass af rjóma.

Vatnsdrykkja dagsins endaði í 2,3 lítrum !
Ég blandaði í líters könnu og setti í kælinn……½ niðursneidd sítróna, ca 5 cm niðursneiddur bútur af gúrku, og raspaði ca 2 cm engiferbita útí líka.
Þetta er ss inní þessum lítrafjölda :)
Það voru actually átök í morgun að fá mér ekki kók en ég hafði það af að sleppa því :)

Degi 1 í hreinsun er hér með formlega lokið, og ég er ógó ánægð með sjálfa mig :) :) :)

yes-i-did-it-rectangle-decal

Fimmtudagur 27. nóv

Dagur 7 í hreinsun :)

Þetta er alveg að smella og hleðsla nálgast eins og óð fluga ;)
Við hjónin erum að fara til Eyja á morgun og munum ekki skrifa meira hérna fyrr en á mánudag, en ætlum að klára hreinsunina og hlaða á sunnudaginn.

Svefn frá kl 2330-0645

Fastan
2 x kaffi með rjóma

 Klukkan 0930
Vanillu skyr.is með rjóma

Klukkan 1145 (mötuneyti)
Lambalæri með smá soðsósu og salati

Klukkan 1545
2 x skólaostsneiðar með spægipylsu

Klukkan 1900
Kjúklingur og salat.

Kvöldsnarl
Harðfiskur og smjör

Miðvikudagur 26. nóv

Dagur 6 í hreinsun.

Næturvakt beint í kjölfarið á kvöldvakt……
Þetta var mjöööög horaður dagur í mat, en ég varð aldrei svöng samt :)

Collage 2014-11-26 02_18_13
Klukkan 0230 (næturvakt)
Lágkolvetnasalat sem eiginmaðurinn færði mér

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Klukkan 0930 (fyrir svefn)
Strawberry mousse nectar með rjóma
2 x omega3+D-vítamín

Svefn frá kl 1000-1540

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Klukkan 1900
Hakkpanna og blómkálsmauk….
(hakk, sveppir, paprika, sýrður+dijon, gratínostur) soðið blómkál stappað með smjöri

Þriðjudagur 25. nóv

Dagur 5 í hreinsun :)

Vá hvað það var gott að sooooooofa !
Svaf frá kl 0100-0800 og sofnaði svo aftur kl 0900-1200 !
kom sér vel því ég tek tvöfalda vakt…….16 tímar.
Ég drakk 2,95 lítra af vatni í dag.

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Klukkan 1415
Kjötbollur frá því í gærkvöldi, ½ avocado, ca 1 msk pítusósa
2 x omega3+D-vítamín, 2 x husk töflur, 1 x multivítamín

 Klukkan 1630
Kaffi með kaffirjóma og MCT olíu

Klukkan 1900 (mötuneyti á kvöldvakt)
3 ofnsteiktir kjúklingabitar með smá sósu, og ferskt salat + blómkál
1 x CLA, 2 x husk töflur

Klukkan 2350 (kvöldvakt)
4 skólaostsneiðar með spægipylsu rúllað inní
3 hringir af rauðri papriku

Mánudagur 24. nóv

Dagur 4 í hreinsun….
Næturvakt beint á eftir auka kvöldvakt…….hressandi ;)
Svaf rosalega hratt eftir næturvaktina…….kvöldvakt aftur í dag :)
Gleymdi öllum vítamínunum heima :/
Drakk 3 lítra af vatni

Klukkan 0200 (næturvakt)
Box af beikonbitum frá Ali….ca 150 gr
Takmarkað úrval sem hægt er að hafa hér í vinnunni

Svefn frá kl 0900-1345

Fastan
1 kaffi með rjóma, 1 kaffi með kaffirjóma + MCT olíu (í lok föstunnar)

Klukkan 1615 (kvöldvakt)
4 sneiðar skólaostur, rúllað upp með 4 spægipylsusneiðum
smá rauð paprika
1 kaffi með kaffirjóma

Klukkan 1930 (kvöldvakt)
Subway kjúklingasalat með ég tók með mér
salat, gúrka, paprika, bananapipar, salt&pipar, parmesan, ostasósa
og bætti útí það 1 avocado

 Miðnætursnarl
Eiginmaðurinn var með kjötbollur í matinn og ég fékk mér nokkrar eftir að ég skrölti heim af vaktinni…….

Sunnudagur 23.nóv

Dagur 3 í hreinsun…..
Það var eins og ég hélt…..ég svaf ekkert fyrir næturvaktina.  Merkilegur fjandi að geta ekki sofið fyrir næturvakt…..sérstaklega þessa fyrri.  Svaf hratt eftir næturvaktina því ég var kölluð á aukavakt……

Ég drakk 3 lítra af vatni í dag.

Klukkan 0340 (næturvakt)
Blandað garðsalat með fetaosti, 2 ostsneiðar, 1 egg.

Klukkan 0815 (fyrir svefn)
1 kjúklingabiti frá í gærkvöldi + smá pítusósa
2 x omega3+D-vítamín

Svefn frá 0830-1350

Fastan
2 x kaffi með rjóma

 Klukkan 1615 (aukavakt)
Síðasti kjúklingabitinn (gott að elda í magni), ½ avocado
1 x multivítamín, 2 x husk töflur
Kaffi með kaffirjóma og MCT olíu

Klukkan 1915  (mötuneyti)
Lambakjöt og sósa
2 x husk töflur, 1 x CLA

Klukkan 2230 (aukavakt)
ca 100 gr hangikjötsálegg, ½ avocado

Laugardagur 22. nóv

Dagur 2 í hreinsun….
Svaf til rúmlega 10 !  Mjög ljúft……sérstaklega ef ég get ekkert sofnað seinnipartinn……vinnusyrpa að byrja í nótt.

Fastan
2 x kaffi með rjóma

IMG_20141122_130310 Klukkan 1300
Ofnbökuð ommiletta + 4 sneiðar beikon
(2 egg, rjómasletta, salt & pipar, 2 msk beikonsmurostur, smá gratínostur)
2 x omega3+D-vítamín, 2 x husk töflur, 1 x multivítamín

Klukkan 1600
2 sneiðar af skólaosti, kaffi með rjóma og MCT olíu

IMG_20141122_191155 Klukkan 1930
2 ofnsteiktir kjúklingabitar, piparostasósa og ruccola með evoo og sjávarsalti.
1 x CLA, 2 x husk töflur

 Kvöldsnarl
½ lítil dós af kotasælu með kanil og ca 40 ml af rjóma útá

Föstudagur 21. nóv

Úff þetta var nú meiri viðbjóðis flensan.  Var að kyngja síðustu tröllasterunum og pensilíninu og er öll að skríða saman.
Dagur 1 í hreinsun (aftur)

Ég drakk 3 lítra af vatni í dag

Fastan
2 x kaffi með rjóma

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Smelltu og finndu þitt bragð á Fitness Sport

Klukkan 1015
1 skeið strawberry mousse nectar, 150 ml vatn, 100 ml rjómi, ½ avocado
2 x omega3+D-vítamín

Collage 2014-11-21 13_20_04 Klukkan 1300
Ofnbökuð ommiletta, ½ avocado
(2 egg, rjómasletta, smá gratínostur, salt & pipar, 2 skinkusneiðar)
2 x husk töflur, 1 x multivítamín

Klukkan 1545
Kaffi með rjóma og MCT olíu

 Klukkan 1945
Purusteik með salati, strengjabaunum og sósu.
1 x CLA, 2 x husk töflur

 Kvöldsnarl
Harðfiskur með smjöri

Magnecium fyrir svefn

14. nóv…..hreinsun dagur 5

Að vera lasin á næturvakt, já eða á einhverri vakt, er ekki góð skemmtun.
Var að drepast í hálsinum á síðustu næturvakt, og er núna algjörlega raddlaus :(
Átti að vera svo á kvöldvakt en fór ekki og mun ekki fara restina af syrpunni.
Fór til læknis og er með berkju/hálsbólgur og sýkingu í hálsinum.
Komin á stera og pensilín og þarf hóstasaft og alls konar drasl.
Verð að fresta hreinsuninni þar til þetta batnar :(

Næturvaktin
Kaffi með kaffirjóma…slatti af því

Klukkan 0230
Hrökkkex með síldarsalatinu sem ég útbjó í gær

 Svefn frá klukkan 0900-1130

Klukkan 1230
2 harðsoðin egg, 6 sneiðar beikon
2 x omega3+D-vítamín, 2 x husk töflur, 1 x multivítamín

Klukkan 1630
Afgangurinn af hryggnum sem ég var með í gærkvöldi, keypti ½ lítinn og það var svona ¼ eftir af honum.  Bernaise með.